Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 07:32 Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar