Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir, Laura Sólveig Lefort Scheefer og Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifa 5. febrúar 2025 15:00 Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar