Svona var blaðamannafundur KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins sem er á meðal bestu þjóða Evrópu eins og staða liðsins í A-deild Þjóðadeildar sýnir. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57