Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 15:41 Félagarnir hafa flogið þvert yfir hnöttinn saman og tekist á við ýmislegt. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna. „Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn. Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira
„Það hafa nokkrir verið að senda á mig í dag og spyrja mig út í þetta viðtal hérna í Mosfellingi. Ég sá þetta bara á sama tíma og þið líka, það er spurning hver sé á bakvið þetta viðtal?“ segir Steindi jr. á Instagram þar sem hann er staddur á veitingastað með þeim Audda og Agli Einarssyni sem stýra með honum FM95Blö. Þar eru þeir að undirbúa þátt dagsins sem hefst klukkan 16:00. Hálf skömmustulegur Auðunn Blöndal viðurkennir að hafa verið með í plottinu. Flutningar, kvikmyndahlutverk og pillur Í hinu meinta viðtali, sem merkt er sem kynning í blaðinu og er við hlið auglýsingar um Alheimsdrauminn, væntanlegrar þáttaraðar með strákunum, er því slengt upp að Steindi hyggi á flutninga í Garðabæinn og að fjölskyldan ætli sér að stækka við sig. Afar ósennilegt fyrir Steinda, sem er líklega mesti Mosfellingur landsins. Þá eru ýmis önnur svör sem eru ansi „ó-Steindaleg.“ Þannig segir „Steindi“ í viðtalinu það ekki vera spurningu hvor sé fyndnari, hann eða Dóri DNA. Það megi eiginlega segja að það sé honum að þakka að Dóri sé á þessum stað í dag í skemmtanabransanum. Án hans væri Dóri ábyggilega lagergómur í dag. Þá segist Steindi, eða öllu heldur Auddi, líka vera búinn að næla sér í nýtt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, spennumyndinni 2Guns2 og er ferlega góður með sig. „Ertu eitthvað ruglaður?“ Ljóst er á Instagram myndbandi Steinda að honum líst ekkert á þetta viðtal. Auðunn viðurkennir hálf skömmustulegur að hann hafi verið með í plottinu. „Ertu eitthvað ruglaður?“ spyr Steindi en Egill Einarsson er í öllu meiri stríðnisgír vegna viðtalsins en Auddi. Segist hafa gaman af því að heyra að Steindi sé að flytja í Garðabæinn. „Ég er ekki að flytja í Garðabæinn,“ segir Steindi. Í lok myndbandsins segir hann Audda að henda blaðinu í ruslið. Svo viðurkennir hann að hann hafi verið tekinn.
Alheimsdraumurinn Grín og gaman Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira