„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:40 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í skýjunum eftir dramatískan tveggja marka sigur í dag. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. „Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu. Fram Olís-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira