Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 13:36 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts. Aðsend Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá. Í tilkynningu segir að tryggja beri þjónustu sem allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á sem uppfylli alþjóðlegar gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Þar kemur einnig fram að heildargreiðsla vegna þjónustu Póstsins nemi nú 618.012.600 krónum samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2025. Um 84 prósent endurgjaldsins sé á svokölluðum landpóstaleiðum sem séu um sjö prósent heimila og fyrirtækja landsins. Um 16 prósent af endurgjaldinu komi svo frá dreifingu bréfa utan stórhöfuðborgarsvæðis og blindrasendingum. Af tekjum Íslandspósts árið 2024 voru 92 prósent tekna frá kaupendum þjónustu og 8 prósent vegna endurgjalds ríkisins. „Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðla að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, í tilkynningu. Mikilvægt byggðamál Pósturinn fer heim til allra landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku allt árið um kring. „Póstþjónusta er einnig mikilvægt byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu,“ segir hún enn fremur. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum og að Pósturinn tengi landsmenn við 193 lönd í heiminum og um 200 póstnúmer á Íslandi. Pósturinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Tengdar fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01 Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í tilkynningu segir að tryggja beri þjónustu sem allir notendur póstþjónustu á Íslandi eigi rétt á sem uppfylli alþjóðlegar gæðakröfur og sé á viðráðanlegu verði. Þar kemur einnig fram að heildargreiðsla vegna þjónustu Póstsins nemi nú 618.012.600 krónum samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2025. Um 84 prósent endurgjaldsins sé á svokölluðum landpóstaleiðum sem séu um sjö prósent heimila og fyrirtækja landsins. Um 16 prósent af endurgjaldinu komi svo frá dreifingu bréfa utan stórhöfuðborgarsvæðis og blindrasendingum. Af tekjum Íslandspósts árið 2024 voru 92 prósent tekna frá kaupendum þjónustu og 8 prósent vegna endurgjalds ríkisins. „Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðla að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, í tilkynningu. Mikilvægt byggðamál Pósturinn fer heim til allra landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku allt árið um kring. „Póstþjónusta er einnig mikilvægt byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu,“ segir hún enn fremur. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum og að Pósturinn tengi landsmenn við 193 lönd í heiminum og um 200 póstnúmer á Íslandi.
Pósturinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Tengdar fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01 Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku. 25. janúar 2025 10:01
Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15. desember 2020 16:05