Ævintýri erlendis
Vörumerkjastjórinn, ævintýrakonan og áhrifavaldurinn Gyða Dröfn naut sín í botn í brekkum Laplands í Finnlandi. Hún var með skíðalúkkið á lás.
Fyrirsætan Birta Abiba brosti út að eyrum í myndatöku á ströndinni.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir birti bikinímynd úr sjónum.
Fyrirsætan Helen Óttars er að gera góða hluti í tískubransanum í London.
Raunveruleikastjarnan Sunneva Einars naut sín með ástinni sinni Benedikt Bjarnasyni í New York í liðinni viku. Hún skálaði í hvítvín við sólsetur á rooftop-i, þvílíkar stórborgarvíbrur.
Crossfit stjarnan Katrín Tanja fór út að leika í Idaho í snjónum með ofurkrúttlega hundinn sinn Koda.
Fyrirsætan Bryndís Líf fór í skemmtilega myndatöku með fjaðrir í San Diego.
Reykjavíkurnætur
Tískudrottningin og markaðsfræðingurinn Sigríður Margrét þræddi söfn borgarinnar á Safnanótt. Hún birti listræna myndasyrpu frá Safnahúsinu þar sem hún og Mundur, fatahönnuður og kærasti hennar, skemmtu sér vel.
Tískuspegúlantinn, áhrifavaldurinn og kírópraktorinn Gummi Kíró átti viðburðaríka helgi þar sem hann tók meðal annars þátt í að stílisera tískusýningu í Kringlunni og á Söngvakeppninni.
Ofurskvísan og hlaðvarpsstýran Gugga í gúmmíbát klæddi sig upp.
Jóhanna Helga raunveruleikastjarna og áhrifavaldur elskar stórar vetrar yfirhafnir.
Þjálfarinn og athafnakonan Kristbjörg Jónasdóttir glitraði í pallíettukjól og hvetur fólk til að vera sinn eigin neysti.
Hildur Sif Hauksdóttir, LXS skvísa, birti gellumyndasyrpu frá liðnum dögum í Reykjavík.
Förðunarfræðingurinn og fasteignasalinn Bára, betur þekkt sem Bára Beauty, skellti sér á Parliament hótelið við Austurvöll.
Eftirminnileg augnablik
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fagnaði afmæli sínu um helgina og varaði sömuleiðis við rauðri viðvörun.
Trompetleikarinn og tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason fagnaði 36 hringjum í kringum sólina í Danmörku.
Stjörnuparið Helgi Ómarsson og Pétur Sveinsson skelltu sér í rómantíska paraferð í Bláa Lónið.
Ástrós Traustadóttir dansari, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur fagnaði tveggja ára afmæli dóttur sinnar Nóru Náðar.
Súperstjarnan Rúrik Gíslason fagnaði kvikmynd sem hann fer með hlutverk í. Hún kemur á stóra skjáinn 13. febrúar.
Það er nóg um að vera hjá Rúriki þessa dagana en hann situr líka fyrir í nærfataauglýsingu fyrir Boss.
Eva Ruza leit í baksýnisspegilinn og birti fyndnar og skemmtilegar myndir af sér frá því hún var unglingur.