Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 07:30 Úlfur Arnar Jökulsson var í tvígang nálægt því að koma Fjölni aftur upp í Bestu deildina. vísir/Diego Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“ Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“
Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira