Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 10:00 Hinn úkraínski Vitaliy Mykolenko hefur staðið sig vel í liði Everton. Getty/Chris Brunskill Vitalii Mykolenko verður væntanlega í vörn Everton gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Hann byrjar hins vegar daginn líkt og aðra daga, á því að hringja í foreldra sína til Úkraínu. Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira