Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 22:56 Björn með barnabarni sínu, Viktori Birni. Aðsend Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. „Ég fór af stað með þessa færslu því ég var að horfa á fréttirnar og fannst fáránlegt hvernig þetta var hugsað. Að þessar aðgerðir þyrftu að fara í eitthvað ógurlegt mat og að enn ein nefndin þyrfti að hugsa hvernig væri hægt að bregðast við,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Þá á hann við þá umræðu sem hefur verið í gangi síðustu daga í tengslum við lokun annarrar flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Flugbrautinni var lokað af öryggisástæðum vegna trjáa sem eru of há. „Hvert erum við komin með þetta. Er það raunveruleikinn að við getum rifist yfir einhverjum trjám sem hægt væri að planta niður annars staðar eða græða upp? Við höfum bara örlítið land fyrir flugvöll til að þjónusta farþega sem koma bráðveikir og þá sem þurfa að fara annað í aðgerð.“ Hann segir alveg galið að sjúkraflutningar séu ekki tryggðir og telur nauðsynlegt að öryggi sjúklinga sé tryggt. Það verði aðeins gert með frekari uppbyggingu á flugvellinum þar sem hann er núna og með því að taka niður þau tré sem þarf að skera niður svo hægt sé að hafa báðar flugbrautir opnar. „Mér finnst þetta orðið dálítið lúið og varð hugsað til Gunnars Mýrdal eftir þetta. Mér fannst ég hafa svikið hann að hafa ekki beitt mér fyrir þessu,“ segir Björn og á þá við lækninn sem tók við honum eftir fyrsta sjúkraflugið hans 2016. Björn er varaformaður Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit.Aðsend Björn skrifaði langa færslu um veikindi sín og flugvöllinn á Facebook-síðu sína í gær. „Sælir vinir mig langar að segja mína hlið að því að vera í lífshættu. Árið 2016 dett ég í vinnunni minni og fell á brjóstið úr mikilli hæð en það dregur úr sársauka eftir dálítinn tíma og ég var viss að ég væri bara rifbeinsbrotinn og af reynslu vissi ég lítið væri hægt að gera í þeim málum. Ég var verkjaður næstu daga og taldi það enn vera bara rifbeinsbrotið en þegar ég er úti á hlaði heima hjá mér, finn ég þennan hræðilega verk fyrir brjósti og get rétt gert Camillu konu minni ljóst að það þurfi að hringja í neyðarlínuna. Þarna dett ég út og man ekki eftir mér fyrr en eftir aðgerðina sem var gerð á mér á Landsspítalanum. Þegar ég dett niður heima hjá mér að þá eru það lögregla, sjúkraflutningamenn og læknar sem komu mér í sjúkraflug með hraði til Reykjavíkur á sjúkrahús allra landsmanna Landspítalann,“ segir Björn í færslu sinni. Hann hafi á spítalanum fengið að heyra það frá lækninum sínum, Gunnari Mýrdal, að þetta hafi staðið tæpt. Hefði hann verið tveimur mínútum seinni á ferðinni hefði það verið of seint. Aftur sendur með sjúkraflugi „Hann bætir því við, að það er öruggt ef Reykjavíkurflugvöllur hefði ekki verið væri ég ekki heldur lifandi og bað mig að hugsa vel um flugvöllinn okkar og hvað hann skipti miklu máli. Ég lofaði bera hann fyrir brjósti og verja þegar á væri ráðist. Ég hef ekki staðið mig nærri nógu vel í því en vil reyna að bæta það,“ segir Björn í færslunni. Eftir þetta hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að fara í aðra aðgerð en það yrði einhver bið. Það lægi samt sem áður fyrir að hann myndi þurfa að fara með sjúkraflugi. „Sem betur fer náði Gunnar Mýrdal og teymi hans að gera við þennan leka með opni skurðaðgerð sem átti sér stað í mars 2018. Svo er það núna í janúar í ár ég er á leið heim einn morgun að ég finn að nú er eitthvað að gerast með kallinn, ég kalla á Camillu og segi að hún verði víst að koma mér upp á sjúkrahús og stutta saga er að við förum með sjúkraflugi frá Sauðárkrók upp á gjörgæslu á Landspítalanum,“ segir Björn og var þá í sínu þriðja sjúkraflugi. Björn í sveitinni.Aðsend Hann segir alveg ljóst, í öllum þremur tilfellum, hafi nálægð spítalans við flugvöllinn skipt lykilmáli. „Það er alveg ljóst að fólk á ekki að vera gera lítið úr þeim staðreyndum að þegar bráðatilfelli koma upp að þá skiptir lífsmáli að vegalengd á milli sjúkrahúss og flugvallar séu sem styðst. Þeir sem halda öðru fram bera ekki virðingu fyrir lífi þeirra sem berjast fyrir lífi sínu þegar bráðatilfelli koma upp. Tíminn skiptir máli og oft það eina sem getur bjargað mannslífum er að komast á sjúkrahúsið á sem stystum tíma,“ segir Björn. Flogið með hraði til Svíþjóðar Björn segir einnig frá því í færslunni að eftir að hann var kominn á Landspítalann komi í ljós að hann þurfi að fara í bráðaaðgerð í Svíþjóð. Honum hafi verið flogið þangað í aðgerð sem tók um tólf tíma og svo komið aftur heim. Það sama hafi gilt þá. „Enn og aftur skipti sköpum að Reykjavíkurflugvöllur væri stutt frá Landsspítalanum, því læknarnir töldu mig ekki lifa það af að vera fluttan í sjúkrabíl frá Landsspítalanum til Keflavíkurflugvallar, ástandið var það alvarlegt. Ég á þessu frábæra fólki lífið að launa,“ segir Björn í færslu sinni. Björn við störf í björgunarsveitinni.Aðsend Umræðan alltaf sú sama Björn segir umræðuna aldrei taka neinum breytingum og það sé aldrei neinn með lausn á því hvar eigi að koma flugvellinum upp í staðinn. Á sama tíma sé aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli ekki bætt eða byggð upp. „Það þarf að hefja uppbyggingu á þessu svæði. Þó það sé bara fyrir sjúkrahúsið. Önnur flugumferð getur svo sem farið til Keflavíkur en þetta verður að vera við dyr sjúkrahússins. Það kemur ekkert annað til greina,“ segir hann að lokum. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Samgöngur Tré Umferðaröryggi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. 12. febrúar 2025 14:28 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
„Ég fór af stað með þessa færslu því ég var að horfa á fréttirnar og fannst fáránlegt hvernig þetta var hugsað. Að þessar aðgerðir þyrftu að fara í eitthvað ógurlegt mat og að enn ein nefndin þyrfti að hugsa hvernig væri hægt að bregðast við,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Þá á hann við þá umræðu sem hefur verið í gangi síðustu daga í tengslum við lokun annarrar flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Flugbrautinni var lokað af öryggisástæðum vegna trjáa sem eru of há. „Hvert erum við komin með þetta. Er það raunveruleikinn að við getum rifist yfir einhverjum trjám sem hægt væri að planta niður annars staðar eða græða upp? Við höfum bara örlítið land fyrir flugvöll til að þjónusta farþega sem koma bráðveikir og þá sem þurfa að fara annað í aðgerð.“ Hann segir alveg galið að sjúkraflutningar séu ekki tryggðir og telur nauðsynlegt að öryggi sjúklinga sé tryggt. Það verði aðeins gert með frekari uppbyggingu á flugvellinum þar sem hann er núna og með því að taka niður þau tré sem þarf að skera niður svo hægt sé að hafa báðar flugbrautir opnar. „Mér finnst þetta orðið dálítið lúið og varð hugsað til Gunnars Mýrdal eftir þetta. Mér fannst ég hafa svikið hann að hafa ekki beitt mér fyrir þessu,“ segir Björn og á þá við lækninn sem tók við honum eftir fyrsta sjúkraflugið hans 2016. Björn er varaformaður Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit.Aðsend Björn skrifaði langa færslu um veikindi sín og flugvöllinn á Facebook-síðu sína í gær. „Sælir vinir mig langar að segja mína hlið að því að vera í lífshættu. Árið 2016 dett ég í vinnunni minni og fell á brjóstið úr mikilli hæð en það dregur úr sársauka eftir dálítinn tíma og ég var viss að ég væri bara rifbeinsbrotinn og af reynslu vissi ég lítið væri hægt að gera í þeim málum. Ég var verkjaður næstu daga og taldi það enn vera bara rifbeinsbrotið en þegar ég er úti á hlaði heima hjá mér, finn ég þennan hræðilega verk fyrir brjósti og get rétt gert Camillu konu minni ljóst að það þurfi að hringja í neyðarlínuna. Þarna dett ég út og man ekki eftir mér fyrr en eftir aðgerðina sem var gerð á mér á Landsspítalanum. Þegar ég dett niður heima hjá mér að þá eru það lögregla, sjúkraflutningamenn og læknar sem komu mér í sjúkraflug með hraði til Reykjavíkur á sjúkrahús allra landsmanna Landspítalann,“ segir Björn í færslu sinni. Hann hafi á spítalanum fengið að heyra það frá lækninum sínum, Gunnari Mýrdal, að þetta hafi staðið tæpt. Hefði hann verið tveimur mínútum seinni á ferðinni hefði það verið of seint. Aftur sendur með sjúkraflugi „Hann bætir því við, að það er öruggt ef Reykjavíkurflugvöllur hefði ekki verið væri ég ekki heldur lifandi og bað mig að hugsa vel um flugvöllinn okkar og hvað hann skipti miklu máli. Ég lofaði bera hann fyrir brjósti og verja þegar á væri ráðist. Ég hef ekki staðið mig nærri nógu vel í því en vil reyna að bæta það,“ segir Björn í færslunni. Eftir þetta hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að fara í aðra aðgerð en það yrði einhver bið. Það lægi samt sem áður fyrir að hann myndi þurfa að fara með sjúkraflugi. „Sem betur fer náði Gunnar Mýrdal og teymi hans að gera við þennan leka með opni skurðaðgerð sem átti sér stað í mars 2018. Svo er það núna í janúar í ár ég er á leið heim einn morgun að ég finn að nú er eitthvað að gerast með kallinn, ég kalla á Camillu og segi að hún verði víst að koma mér upp á sjúkrahús og stutta saga er að við förum með sjúkraflugi frá Sauðárkrók upp á gjörgæslu á Landspítalanum,“ segir Björn og var þá í sínu þriðja sjúkraflugi. Björn í sveitinni.Aðsend Hann segir alveg ljóst, í öllum þremur tilfellum, hafi nálægð spítalans við flugvöllinn skipt lykilmáli. „Það er alveg ljóst að fólk á ekki að vera gera lítið úr þeim staðreyndum að þegar bráðatilfelli koma upp að þá skiptir lífsmáli að vegalengd á milli sjúkrahúss og flugvallar séu sem styðst. Þeir sem halda öðru fram bera ekki virðingu fyrir lífi þeirra sem berjast fyrir lífi sínu þegar bráðatilfelli koma upp. Tíminn skiptir máli og oft það eina sem getur bjargað mannslífum er að komast á sjúkrahúsið á sem stystum tíma,“ segir Björn. Flogið með hraði til Svíþjóðar Björn segir einnig frá því í færslunni að eftir að hann var kominn á Landspítalann komi í ljós að hann þurfi að fara í bráðaaðgerð í Svíþjóð. Honum hafi verið flogið þangað í aðgerð sem tók um tólf tíma og svo komið aftur heim. Það sama hafi gilt þá. „Enn og aftur skipti sköpum að Reykjavíkurflugvöllur væri stutt frá Landsspítalanum, því læknarnir töldu mig ekki lifa það af að vera fluttan í sjúkrabíl frá Landsspítalanum til Keflavíkurflugvallar, ástandið var það alvarlegt. Ég á þessu frábæra fólki lífið að launa,“ segir Björn í færslu sinni. Björn við störf í björgunarsveitinni.Aðsend Umræðan alltaf sú sama Björn segir umræðuna aldrei taka neinum breytingum og það sé aldrei neinn með lausn á því hvar eigi að koma flugvellinum upp í staðinn. Á sama tíma sé aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli ekki bætt eða byggð upp. „Það þarf að hefja uppbyggingu á þessu svæði. Þó það sé bara fyrir sjúkrahúsið. Önnur flugumferð getur svo sem farið til Keflavíkur en þetta verður að vera við dyr sjúkrahússins. Það kemur ekkert annað til greina,“ segir hann að lokum.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Samgöngur Tré Umferðaröryggi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. 12. febrúar 2025 14:28 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. 12. febrúar 2025 14:28
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09
Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00