„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2025 22:21 Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, gerði sigurkörfuna gegn Grindavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum. UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Fleiri fréttir Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Segir Aþenu svikna um aðstöðu „Þetta er veikara lið“ LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Í sjokki eftir tilnefninguna „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum.
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Fleiri fréttir Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Segir Aþenu svikna um aðstöðu „Þetta er veikara lið“ LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Í sjokki eftir tilnefninguna „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur