Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 08:32 Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar