Þröstur tekur við Bændablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 12:12 Þröstur Helgason. Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“ Fjölmiðlar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýknar Samkeppniseftirlitið en minnir á að lögin gilda þrátt fyrir sáttina Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“
Fjölmiðlar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýknar Samkeppniseftirlitið en minnir á að lögin gilda þrátt fyrir sáttina Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira