„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:01 Íris rokkaði upp og niður í þyngd frá táningsaldri og átti í óheilbrigðu sambandi við mat. „Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni. Sögð frek og óþekk Íris ólst upp í Mosfellsbænum og sýndi snemma áhuga á tónlist, enda kemur hún úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún var í skólahljómsveit Mosfellsbæjar, lærði á saxófón og var að eigin sögn hugmyndaríkur og skapandi krakki. Hún var ekki vansæl sem barn en hún glímdi þó við margvíslegar hindranir, þar á meðal ADHD. „Ég var rosalega hvatvís. Ég var að glíma við rosalega stórar og miklar tilfinningar sem ég kunni engan veginn að hafa hemil á. Þess vegna hleypti ég bara öllu út, öskraði og grét og skellti hurðum. Mamma og pabbi reyndu að finna aðstoð fyrir mig en það var ekkert í boði. Á þessum tíma var ekki talað um ADHD hjá stelpum. Ég var bara álitin frek og óþekk.“ Eins og svo margir með ógreint ADHD þá byrjaði Íris að finna fyrir einkennum þunglyndis þegar hún komst á unglingsaldur. Því fylgdi skólaleiði og Íris var að eigin sögn ráðvillt og týnd. „Ég var með hugann út um allt og vissi ekkert hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég hætti í skóla eftir skyldunámið og fór að vinna allskyns störf hér og þar. Ég endist yfirleitt illa í þessum störfum, enda er ég engan veginn þessi 9 til 5 týpa. Þetta var bara ofboðslega vondur tími; ég var flutt að heiman og bjó ein í kjallaraíbúð og hugsaði alls ekki vel um mig.“ Íris var að eigin sögn týndur, ráðvilltur og hræddur unglingur.Aðsend Skaust fram á sjónarsviðið Þegar Íris var 16 ára gömul komst hún í 32 manna úrslit í Idol og ári síðar tók hún þátt í X Factor sjónvarpsþáttunum- sem annar hluti dúetsins Gís. Sá tími er ánægjulegur í minningunni, en ánægjan er þó tregablandin eins og Íris lýsir því. Þegar ég horfi til baka í dag, á þessa sautján ára stelpu, þá finn ég svo til með henni. Hún upplifði sig sem gallagrip, og hún vissi ekkert hvert hún gæti leitað. Hún vissi eiginlega heldur ekki hvað væri raunverulega að. Þegar X factor lauk, tók hversdagsleikinn við. Allt í einu var ég ekki lengur í sjónvarpinu í hverri viku, þetta var búið. Og mér fannst erfitt að horfast í augu við það. Ég kveið framtíðinni, sem er ekki góð tilfinning fyrir 17 ára ungling. En ég fékk engu að síður mörg tækifæri í tónlistinni á þessum tíma; var í bakröddum í Frostrósum og söng með hljómsveit. En lífernið sem fylgdi því var oft mjög óreglulegt og það kom sér ekki vel fyrir mig.“ Áfall að verða bráðþroska Þegar Íris var orðin 19 ára gömul fékk hún inni á Hvíta bandinu hjá Landspítalanum og fékk innlögn í dagsmeðferð. Hún var greind með svokallaða jaðarpersónuleikaröskun og var sett á viðeigandi lyf. Ekki löngu seinna fékk hún loksins löngu tímabæra greiningu á ADHD. „Ég man alltaf eftir því þegar ég sat í hópmeðferð með fleira fólki og var að hlusta á þau segja sögu sína, segja frá áföllum sem þau höfðu orðið fyrir í gegnum ævina. Þetta voru hrikalega átakanlegar sögur og ég hugsaði með mér að ég ætti ekkert heima þarna; ég hafði aldrei orðið fyrir neinu alvarlegu áfalli. En eftir að hafa talað við hina og þessa lækna og sálfræðinga þá gerði ég mér grein fyrir að áfall þarf ekki að vera einhver einn stakur atburður; það getur verið margir smærri hlutir sem hafa safnast upp. Í mínu tilfelli var það að ég varð bráðþroska rosalega ung, þegar ég var bara átta ára gömul. Þegar ég var í fimmta bekk var ég orðin höfðinu hærri en allir aðrir og var komin með bólur og líkamshár. Ég var ljóti andarunginn. Og þar sem að ég var líka andlega bráðþroska þá átti ég ekki samleið með jafnöldrum mínum. Ég fór að sækja í félagsskap eldri krakka, bara til að passa inn einhversstaðar. Ég hafði aldrei litið á þennan bráðþroska sem áfall, en í dag get ég séð að þetta var það, svo sannarlega.“ Íris var 24 ára þegar hún eignaðist dóttur sína. „Ég mátti ekki vera á lyfjunum á meðgöngunni og það átti eftir að hafa roslega slæm áhrif. Það fór allt í steik hálfpartinn og tilfinningarnar blossuðu upp, reiði, gremja og pirringur. Ofan á það allt upplifði ég fæðingarþunglyndi- sem olli tengslarofi við dóttur mína,“ segir Íris en dóttir hennar var eins og hálfs árs þegar hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum. Ronja og leiklistarnámið En í millitíðinni, árið 2014, steig Íris í fyrsta sinn á leiksvið. Það var fyrir tilstilli vinkonu hennar, Agnesar Wild leikstjóra. „Ég var í heimsókn hjá Agnesi í London eina helgi og þá nefndi hún það að hún væri að fara að leikstýra þessari sýningu, Ronju Ræningadóttir, hjá leikfélaginu í Mosfellsbæ. Og ég missti það einhvers staðar út úr mér að ég væri sko alveg til í að leika í sýningunni og mig langaði að leika mömmu hennar Ronju, hana Lovísu. Mér finnst hún svo magnaður karakter; þessi vaska og groddaralega kona sem lætur engan segja sér fyrir verkum.“ Sýningin um Ronju sló á endanum rækilega í gegn og var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Hún var sýnd 22 sinnnum í Bæjarleikhúsinu og þrisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi. Þáttakan í sýningunni veitti Írisi aukið sjálfstraust. Hún fann að henni langaði að leggja leiklistina fyrir sig og fara út í nám. Hún setti strax stefnuna á Bandaríkin, nánar tiltekið New York. „Það var eitthvað svo fast í mér að fara þangað, það kom eiginlega ekkert annað til greina.“ Á þessum tíma var Íris einstæð móðir og sá fyrir sér að þurfa að skilja unga dóttur sína eftir á Íslandi til að geta farið vestur um haf í draumanámið; nám sem var bæði krefjandi og fokdýrt. „Þegar ég horfi til baka í dag þá sé ég hvað þetta var í raun súrrealískt allt saman, og eiginlega bara hálfgalið. Ég hafði aldrei ferðast ein og ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Ég hafði aldrei leikið á sviði fyrir utan hlutverkið mitt í Ronju Ræningjadóttur. Þar að auki var ég orðin 24 ára gömul og var hrædd um að ég væri orðin alltof gömul til að byrja í leiklistarnámi. Ég gleymi því aldrei þegar ég bar þessa hugmynd undir Agnesi vinkonu mína á sínum tíma, og spurði hana um leið hvort þetta væri algjörlega glórulaust plan hjá mér. Ég tíndi til allar mögulegar afsakanir sem ég gat fundið. En svo sagði Agnes við mig: „Það ættu allir að fara í leiklistarnám, alveg sama hvort þeir eru leikarar eða ekki.“ Og í dag er ég svo innilega sammála þessu. Af því að leiklistarnám er svo gífurlega mikil sjálfskoðun. Það snýst um að kafa djúpt inn á við, eins djúpt og hægt er að komast. Brjóta þig niður – og byggja þig svo upp aftur. Ég held að það hafi allir gott af því. Fyrir utan það að þú lærir að hlusta, þú lærir á samskipti og þú lærir að treysta. Mér fannst svo margt vera að vinna á móti mér á þessum tíma, en svo ákvað ég einfaldlega að ég ætlaði að treysta innsæinu.“ Íris sótti um í fjórum leiklistarskólum ytra- og komst inn í þrjá. Að lokum varð Circle in the square theatre school fyrir valinu; þekktur og virtur skóli sem útskrifað hefur stórstjörnur á borð við Kevin Bacon, Al Pacino, Lady Gaga og Philip Seymour Hoffman. Hún hélt út til stórborgarinnar með tvær ferðatöskur og þvínæst tók við tveggja ára strembið leiklistarnám. Dagarnir voru langir og krefjandi; skóladagurinn hófst klukkan átta og lauk oftast ekki fyrr en um tíu leytið á kvöldin. Íris hætti að taka inn lyfin á þessum tíma, meðal annars vegna þess að hún gat ekki endurnýjað þau á meða hún bjó úti. En þó svo að hún hafi verið í krefjandi námi og undir miklu álagi þá fann hún ekki fyrir neikvæðum áhrifum af lyfjaleysinu. „Ég held að það hafi haft jákvæð áhrif að ég fór að sofa í myrkri og ég vaknaði í birtu. Þar að auki var ég í námi sem gekk mikið út á hreyfingu og dans, auk þess sem ég var ekki á bíl og var þess vegna að ganga út um allt.“ Íris hefur aldrei séð eftir því að hafa elt drauminn á sínum tíma og farið út í nám.Aðsend Hún sér ekki eftir einni mínútu sem hún varði í borginni sem aldrei sefur. „Þetta var einn besti tími lífs míns. Ég myndi gera þetta allt saman aftur, alveg hiklaust.“ Hún fékk vissulega að heyra athugasemdir frá sumum, sem voru hneykslaðir á þeirri ákvörðun hennar að skilja unga dóttur sína eftir á Íslandi. „Og auðvitað var það ótrúlega erfitt að vera í burtu frá henni, en ég vissi að ég væri að gera rétt, með því að hlusta á mína innri rödd. Ég vildi líka vera fyrirmynd fyrir dóttur mína, sýna henni að maður á ekki að láta neitt stoppa sig í að elta draumana sína. Ég var líka bara svo ótrúlega heppin að eiga barnsföður sem studdi mig í einu og öllu. Hann sagði við mig: “Ef þetta er það sem þú vilt gera þá látum við þetta ganga upp.“ Það er honum að þakka að mér tókst að láta þennan draum verða að veruleika, og foreldrum mínum líka, sem voru honum innan handar á þessum tíma. Ég hefði aldrei getað gert þetta án þeirra.“ Allt á niðurleið Þegar Íris sneri til baka frá New York árið 2017 fann hún að hún þurfti að byrja aftur á lyfjunum. Hún er ekki frá því að kuldinn og myrkrið á Íslandi hafi haft eitthvað með það að gera. „Ég grínast oft með það að íslenska veðurfarið er með geðhvörf. Við erum með rosalega langa lægð yfir veturinn, þar sem allt er dimmt og kalt, og svo kemur stutt sumar þar sem það er bjart allan sólarhringinn og allir eru úti um allt að gera allskonar hluti. Ég byrjaði aftur á lyfjunum en svo gerðist það að eftir sirka eitt og hálft ár þá hættu þau að virka. Og í kjölfarið byrjaði allt að hrynja í kringum mig. Á þessum tíma var ég að kenna leiklist sem skyldufag- í gamla grunnskólanum mínum í Mosfellsbæ. Ég hafði upplifað margt þegar ég var barn í þeim skóla og þegar ég kom þangað inn, sem fullorðin manneskja, þá mætti mér sama lyktin, sama umhverfið og meira að segja nokkrir af gömlu kennurunum mínum. Ég var alltaf í einhverskonar varnarham þegar ég kom í vinnuna. Undir lokin var ástandið orðið þannig að á hverjum sunnudegi var ég farin að dauðkvíða því að mæta í vinnuna daginn eftir. Það var margt í gangi á þessum tíma, allskyns hlutir sem söfnuðust upp. Að lokum fékk ég taugaáfall.“ Ennþá mýtur gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu Íris var í kjölfarið send til VIRK- og var síðan komið undir hendur geðteymis heilsugæslunnar. Þar komst hún undir hendur geðlæknis sem hlustaði á hana, spurði réttu spurninganna og lagði saman púslin. Á endanum lagði hann fram greiningu: geðhvarfasýki 2 (e. Bipolar II disorder.) Sú tegund af geðhvarfasýki einkennist af örlyndi og þunglyndi. „Örlyndi er í raun væg útgáfa af maníu. Þetta er eins og að fá rakettu í rassinn. Þú verður frábær og bestur í öllu. Allar hugmyndir sem þú færð eru bestu hugmyndir veraldarsögunnar og þú framkvæmir þær allar. Sköpunargleðin getur farið fram úr öllu valdi. Þú sefur ekki. Skipuleggur alla næstu daga og vikur og klárar allt sem sem hefur setið á hakanum. Það hafa meira að segja komið stundir þar sem ég sakna þess að fara í þetta ástand, ég ætla ekkert að ljúga því. Og ég veit að það er algengt hjá mörgum sem eru með þennan sjúkdóm, fólk vill ekki fara á lyfin því það vill ekki missa maníuna. Þú upplifir nefnilega svo ótrúlega alsælu þegar þú ert í þessu ástandi. Lífið er svo bjart og fallegt og þér finnst þú vera óstöðvandi. En svo gleymir fólk gjaldinu sem það þarf að borga þegar lægðin skellur síðan á. Þegar manían kveður og lægðin tekur við þá verður allt gjörsamlega ömurlegt. Og þegar þú ert með geðhvörf 2 þá er lægðin mun dýpri, lengri og alvarlegri en hjá þeim sem eru með geðhvörf 1. Hugmyndirnar sem þér fannst áður vera svo stórkostlegar eru allt í einu orðnar gjörsamlega glataðar. Þetta er eins og vakna upp af einhverjum æðislegum draumi og koma aftur inn í veruleikann. Og þá tekur við sjálfsniðurifið, og þér finnst allt vera vonlaust. Í mínu tilfelli var ég oftar en ekki komin á þann stað í mínum lægðum að ég vildi sleppa stýrinu á bílnum þegar ég var að keyra, bara til að athuga hvað myndi gerast. Suma daga komst ég ekki fram úr rúminu. Þú ferð frá því að vera „on top of the world“ niður í algjört svartnætti. Bilið þarna á milli er, vægast sagt, rosalegt. Fyrir tilstilli geðlæknisins á sínum tíma fór Íris á lyf. Þannig hefur henni tekist að halda einkennum sjúkdómsins alfarið niðri undanfarið tvö og hálft ár. Í dag er hún í jafnvægi og líður vel. En hún hefur engu að síður fundið fyrir fordómum vegna sjúkdómsins. Hún segir enn vera langt í land þegar kemur að því að kveða niður mýtur gagnvart geðrænum veikindum. „Á sínum tíma, þegar ég fékk greininguna, þá þurfti ég jálf að horfast í augu við eigin fordóma. Ég upplifði það hálfpartinn eins og lífið mitt væri bara búið, eins og það væri núna búið að brennimerkja mig. Núna myndi ég þurfa að hætta að vinna, hætta að syngja og ég ætti sennilega eftir að vera sjúklingur það sem eftir væri. En svona er viðhorfið í samfélaginu. Um leið og þú ert kominn með þennan stimpil á þig, að vera með geðsjúkdóm, þá er eins og viðhorf samfélagsins breytist í þinn garð. Fólk nálgast þig með fyrirvara. Andstætt við þá sem glíma við einhverskonar líkamlega kvilla, gigt eða flogaveiki eða eitthvað slíkt. Þeir mæta ekki þessu vantrausti, jafnvel þó að þeir séu að glíma við óútreiknanlegan sjúkdóm. En staðreyndin er engu að síður sú að þó þú glímir við geðsjúkdóm eins og geðhvörf, og ert að fá rétt lyf og rétta meðferð, þá ertu alveg jafn „fúnkerandi” í samfélaginu eins og hver annar,“ segir Íris. Henni finnst ekki ólíklegt að þarna spili inn í einhvers konar gamalgrónar ímyndir af einstaklingum með geðsjúkdóma. „Það sem við höfum alist upp við að sjá, eins og til dæmis í bíómyndum og sjónvarpsþáttum, þetta er alltaf ýktasta og versta myndin af geðsjúkdómum. Mjög ýktar steríótýpur, og það er bara mjög skaðlegt að mörgu leyti,“ segir hún og bætir við: „Þú getur ímyndað þér hvað samfélagið okkar væri leiðinlegt og einsleitt ef að það væru engir þarna úti með þessa sjúkdóma. Ég hef nú svosem ekkert fyrir mér í því, en ég trúi því innilega að flestir af frægustu uppfinningamönnum sögunnar hafi verið að glíma við geðhvörf. Þeir fengu hugmyndir, sem á sínum tíma þóttu algjörlega sturlaðar og óraunverulegur- og þeir komu þessum hugmyndum í framkvæmd.“ Í tilfelli Írisar, eins og reyndar hjá langflestum, er sjúkdómurinn ættgengur. „Og fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir að þú erfir þennan sjúkdóm og fæðist með hann. Þetta er sjúkdómur sem hefur þróast í gegnum margar kynslóðir á undan þér.“ Íris tekur fram að að útlitskomplexar hafi ekki verið hvatinn að því að hún ákvað að fara í aðgerðina.Aðsend Var búin að prófa allt Íris var áður fyrr í ofþyngd. Það var ekki löngu eftir að geðhvarfagreiningin lá fyrir árið 2021 að hún tók þá ákvörðun að gangast undir efnaskiptaaðgerð, nánar tiltekið magaermi. Í kjölfarið tók líf hennar algjörum stakkaskiptum. Hún rokkaði upp og niður í þyngd frá táningsaldri og átti í óheilbrigðu sambandi við mat. „Það tengdist því að ég var bráðþroska og byrjaði fyrr en aðrir að bæta á mig. Í kringum fimmtán ára aldurinn, þegar ég var farin að finna fyrir verulegu þunglyndi og skólaleiða, þá sótti ég í mat. Matur var huggun þegar mér leið illa og verðlaun þegar mér gekk vel. Ég safnaði byrgðum af allskonar nasli í poka og geymdi undir rúmi í herberginu mínu þar sem enginn gat séð það. En ástandið versnaði verulega þegar ég var ófrísk að dóttur minni og eftir að hún fæddist. Ég borðaði oft lítið sem ekkert á daginn og datt svo í ofát á kvöldin. Og ég er ennþá að læra inn á sambandið við mat, og það er stöðug vinna að halda því sambandi heilbrigðu. Ég var búin að prófa alla mögulega kúra og mataræði sem til voru, allskyns aðferðir, eins og mæla matinn sem fór ofan í mig, en það bara virkaði ekkert. Og ég held að það sama gildi um flestalla sem gangast undir þessa aðgerð eða svipaðar. Aðgerðir af þessu tagi er alltaf lokaúrræði, enda er þetta heljarinnar inngrip og bataferlið tekur líka tíma. Það er mjög mikilvægt að útrýma þeim hugsunarhætti að þessar aðgerðir séu einhvers konar skyndilausn. Íris tekur fram að að útlitskomplexar hafi ekki verið hvatinn að því að hún ákvað að fara í aðgerðina. „Þó ég hafi verið orðin meira en hundrað kíló þá leið mér ekki illa þegar ég leit í spegil. En ofþyngdin var einfaldlega farin að hindra mig á svo mörgum sviðum, og koma niður á lífsgæðunum. Ef dóttir mín spurði mig hvort ég vildi koma út í göngutúr þá fylltist ég kvíða. Það var svo margt sem ég gat ekki gert og ofan á allt þetta var ég að glíma við allskyns verki, bakverki og bólgur,“ segir Íris og bætir við að hún hafi upplifað ákveðið „lowpoint“ á sínum tíma þegar hún settist á klósettsetuna heima hjá sér- og setan brotnaði. „Þannig að ég fór af stað, og bað um hjálp, og leitaði til þeirra sem ég þekkti sem ég vissi að hefðu gengist undir þessa aðgerð. Ég aflaði mér upplýsinga hér og þar og las mér til. Ég gat ekki hugsað til þess hvar ég ætti eftir að enda eftir fimm eða tíu ár með þessu áframhaldi. Ég var farin að glíma við það mikla heilsufarsbresti að ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram. Ég fór í aðgerðina fyrir mig, og líka fyrir fólkið mitt, því ég vildi tryggja það að ég gæti verið til staðar fyrir þau.“ Fann ástina Ein af stærstu breytingunum sem Íris fann fyrir fljótlega eftir aðgerðina var að líkaminn byrjaði að sækja í hreina og óunna fæðu. „Áður fyrr sótti ég mikið í skjóta orku, einföld kolvetni, af því að ég borðaði alltaf svo hratt. En mér bauð við því að borða kjöt fyrsta árið eftir aðgerðina, og sömuleiðis pasta og brauð. Margt af því af því sem mér hafði fundist gott áður gat ég ekki lengur hugsað mér að borða. Ég vildi helst bara fisk, ávexti og grænmeti. Það eru margir sem vita ekki að það er rosalega erfitt að drekka vatn eftir þessa aðgerð, manni verður óglatt af of mikilli vatnsdrykkju og maður má heldur ekki drekka vatn með mat, heldur einungis hálftíma fyrir og eftir máltíðir.“ Í dag eru liðin tæp þrjú ár frá aðgerðinni. Íris er með mörg járn í eldinum; ásamt því að vera í endurhæfingu kennir hún söng, talsetur og sinnir margvíslegum verkefnum í tónlistinni. „Það að taka að mér verkefni er mikilvægur hluti af minni endurhæfingu. Ég fæ tækifæri til byggja mig upp a öllum vígstöðvum.“ Hún hefur komið víða við í tónlistinni; meðal annars unnið með Dúndurfréttum, Gunnari Þórðar-syni, Siggu Beinteins og Bubba Morthens. Hún tók þátt í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2010 og árið 2012 og hefur oftar en einu sinni verið í bakröddum keppenda í söngvakeppninni, meðal annars núna í ár. Hún fann ástina í örmum Arnars Jónssonar tónlistarmanns, en þau höfðu þekkst um árabil. „Við höfum þekkst í 16 ár. Það er alveg einstakt að finna vin á ný og verða svo ástfanginn af honum.“ Á seinasta ári voru þau hluti af íslenska Eurovision-hópnum, þar sem þau sungu bakraddir fyrir Heru Björk Þórhallsdóttur í laginu „Scared of Heights“ í keppninni í Malmö. Í dag eru þau samstíga í lífinu- og í listinni. „Að finna ástina á þessum tímapunkti í lífinu er gjöf. Og við erum þakklát fyrir að hafa fundið hvort annað.“ Meðfylgjandi myndir sýna Írisi fyrir og eftir aðgerð. Hún er nánast óþekkjanleg á fyrri myndinni. Fyrir og eftir aðgerð.Aðsend „Það er dálítið skrítið að horfa á þessa brosandi konu á myndinni, vitandi á hvaða stað hún var og hvað hún var búin að ganga í gegnum. En eins og kærastinn minn segir: „Þegar ég horfi á þessa mynd þá sé ég sömu yndislegu konuna sem ég þekki. Þetta er sami kjarni, bara smá uppfærsla.“ Ég hef oft hugsað til þess hvernig lífið mitt væri í dag ef ég hefði ekki farið í aðgerðina. En ég veit fyrir víst að ofþyngdin hafði meiri áhrif á andlegu hliðina en ég gerði mér grein fyrir. Eftir því sem ég þyngdist meira, þá leið mér verr og verr. Mér finnst ég vera búin að átta mig betur á því núna hvert ég er að stefna og hvað ég vil fá út úr lífinu. Þetta hefur gefið mér nýja sýn á lífið. Ég treysti sjálfri mér betur. Ég er búin að átta mig á því að ég get miklu meira en ég hélt. En það var að vísu ekki fyrr en nýlega, í byrjun þessa árs að ég komst á þann stað að vilja byrja í ræktinni og hreyfa mig markvisst. Og ég þurfti að byrja mjög hægt, taka eitt skref í einu. Ég hef kynnst betur líkamanum mínum og hvað hann er fær um að gera. Og það sem ég uppgötvað er að vöðvarnir mínir hafa í raun alltaf verið virkir, þó ég hafi ekki stundað æfingar áður, vegna þess að þeir hafa þurft að bera öll þessi aukakíló í mörg ár. Og það er magnað að vera að lyfta núna og finna hvernig vöðvarnir eru að vakna almennilega til lífsins.“ Heilbrigðismál Tónlist Helgarviðtal Geðheilbrigði Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira
Sögð frek og óþekk Íris ólst upp í Mosfellsbænum og sýndi snemma áhuga á tónlist, enda kemur hún úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún var í skólahljómsveit Mosfellsbæjar, lærði á saxófón og var að eigin sögn hugmyndaríkur og skapandi krakki. Hún var ekki vansæl sem barn en hún glímdi þó við margvíslegar hindranir, þar á meðal ADHD. „Ég var rosalega hvatvís. Ég var að glíma við rosalega stórar og miklar tilfinningar sem ég kunni engan veginn að hafa hemil á. Þess vegna hleypti ég bara öllu út, öskraði og grét og skellti hurðum. Mamma og pabbi reyndu að finna aðstoð fyrir mig en það var ekkert í boði. Á þessum tíma var ekki talað um ADHD hjá stelpum. Ég var bara álitin frek og óþekk.“ Eins og svo margir með ógreint ADHD þá byrjaði Íris að finna fyrir einkennum þunglyndis þegar hún komst á unglingsaldur. Því fylgdi skólaleiði og Íris var að eigin sögn ráðvillt og týnd. „Ég var með hugann út um allt og vissi ekkert hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég hætti í skóla eftir skyldunámið og fór að vinna allskyns störf hér og þar. Ég endist yfirleitt illa í þessum störfum, enda er ég engan veginn þessi 9 til 5 týpa. Þetta var bara ofboðslega vondur tími; ég var flutt að heiman og bjó ein í kjallaraíbúð og hugsaði alls ekki vel um mig.“ Íris var að eigin sögn týndur, ráðvilltur og hræddur unglingur.Aðsend Skaust fram á sjónarsviðið Þegar Íris var 16 ára gömul komst hún í 32 manna úrslit í Idol og ári síðar tók hún þátt í X Factor sjónvarpsþáttunum- sem annar hluti dúetsins Gís. Sá tími er ánægjulegur í minningunni, en ánægjan er þó tregablandin eins og Íris lýsir því. Þegar ég horfi til baka í dag, á þessa sautján ára stelpu, þá finn ég svo til með henni. Hún upplifði sig sem gallagrip, og hún vissi ekkert hvert hún gæti leitað. Hún vissi eiginlega heldur ekki hvað væri raunverulega að. Þegar X factor lauk, tók hversdagsleikinn við. Allt í einu var ég ekki lengur í sjónvarpinu í hverri viku, þetta var búið. Og mér fannst erfitt að horfast í augu við það. Ég kveið framtíðinni, sem er ekki góð tilfinning fyrir 17 ára ungling. En ég fékk engu að síður mörg tækifæri í tónlistinni á þessum tíma; var í bakröddum í Frostrósum og söng með hljómsveit. En lífernið sem fylgdi því var oft mjög óreglulegt og það kom sér ekki vel fyrir mig.“ Áfall að verða bráðþroska Þegar Íris var orðin 19 ára gömul fékk hún inni á Hvíta bandinu hjá Landspítalanum og fékk innlögn í dagsmeðferð. Hún var greind með svokallaða jaðarpersónuleikaröskun og var sett á viðeigandi lyf. Ekki löngu seinna fékk hún loksins löngu tímabæra greiningu á ADHD. „Ég man alltaf eftir því þegar ég sat í hópmeðferð með fleira fólki og var að hlusta á þau segja sögu sína, segja frá áföllum sem þau höfðu orðið fyrir í gegnum ævina. Þetta voru hrikalega átakanlegar sögur og ég hugsaði með mér að ég ætti ekkert heima þarna; ég hafði aldrei orðið fyrir neinu alvarlegu áfalli. En eftir að hafa talað við hina og þessa lækna og sálfræðinga þá gerði ég mér grein fyrir að áfall þarf ekki að vera einhver einn stakur atburður; það getur verið margir smærri hlutir sem hafa safnast upp. Í mínu tilfelli var það að ég varð bráðþroska rosalega ung, þegar ég var bara átta ára gömul. Þegar ég var í fimmta bekk var ég orðin höfðinu hærri en allir aðrir og var komin með bólur og líkamshár. Ég var ljóti andarunginn. Og þar sem að ég var líka andlega bráðþroska þá átti ég ekki samleið með jafnöldrum mínum. Ég fór að sækja í félagsskap eldri krakka, bara til að passa inn einhversstaðar. Ég hafði aldrei litið á þennan bráðþroska sem áfall, en í dag get ég séð að þetta var það, svo sannarlega.“ Íris var 24 ára þegar hún eignaðist dóttur sína. „Ég mátti ekki vera á lyfjunum á meðgöngunni og það átti eftir að hafa roslega slæm áhrif. Það fór allt í steik hálfpartinn og tilfinningarnar blossuðu upp, reiði, gremja og pirringur. Ofan á það allt upplifði ég fæðingarþunglyndi- sem olli tengslarofi við dóttur mína,“ segir Íris en dóttir hennar var eins og hálfs árs þegar hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum. Ronja og leiklistarnámið En í millitíðinni, árið 2014, steig Íris í fyrsta sinn á leiksvið. Það var fyrir tilstilli vinkonu hennar, Agnesar Wild leikstjóra. „Ég var í heimsókn hjá Agnesi í London eina helgi og þá nefndi hún það að hún væri að fara að leikstýra þessari sýningu, Ronju Ræningadóttir, hjá leikfélaginu í Mosfellsbæ. Og ég missti það einhvers staðar út úr mér að ég væri sko alveg til í að leika í sýningunni og mig langaði að leika mömmu hennar Ronju, hana Lovísu. Mér finnst hún svo magnaður karakter; þessi vaska og groddaralega kona sem lætur engan segja sér fyrir verkum.“ Sýningin um Ronju sló á endanum rækilega í gegn og var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Hún var sýnd 22 sinnnum í Bæjarleikhúsinu og þrisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi. Þáttakan í sýningunni veitti Írisi aukið sjálfstraust. Hún fann að henni langaði að leggja leiklistina fyrir sig og fara út í nám. Hún setti strax stefnuna á Bandaríkin, nánar tiltekið New York. „Það var eitthvað svo fast í mér að fara þangað, það kom eiginlega ekkert annað til greina.“ Á þessum tíma var Íris einstæð móðir og sá fyrir sér að þurfa að skilja unga dóttur sína eftir á Íslandi til að geta farið vestur um haf í draumanámið; nám sem var bæði krefjandi og fokdýrt. „Þegar ég horfi til baka í dag þá sé ég hvað þetta var í raun súrrealískt allt saman, og eiginlega bara hálfgalið. Ég hafði aldrei ferðast ein og ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Ég hafði aldrei leikið á sviði fyrir utan hlutverkið mitt í Ronju Ræningjadóttur. Þar að auki var ég orðin 24 ára gömul og var hrædd um að ég væri orðin alltof gömul til að byrja í leiklistarnámi. Ég gleymi því aldrei þegar ég bar þessa hugmynd undir Agnesi vinkonu mína á sínum tíma, og spurði hana um leið hvort þetta væri algjörlega glórulaust plan hjá mér. Ég tíndi til allar mögulegar afsakanir sem ég gat fundið. En svo sagði Agnes við mig: „Það ættu allir að fara í leiklistarnám, alveg sama hvort þeir eru leikarar eða ekki.“ Og í dag er ég svo innilega sammála þessu. Af því að leiklistarnám er svo gífurlega mikil sjálfskoðun. Það snýst um að kafa djúpt inn á við, eins djúpt og hægt er að komast. Brjóta þig niður – og byggja þig svo upp aftur. Ég held að það hafi allir gott af því. Fyrir utan það að þú lærir að hlusta, þú lærir á samskipti og þú lærir að treysta. Mér fannst svo margt vera að vinna á móti mér á þessum tíma, en svo ákvað ég einfaldlega að ég ætlaði að treysta innsæinu.“ Íris sótti um í fjórum leiklistarskólum ytra- og komst inn í þrjá. Að lokum varð Circle in the square theatre school fyrir valinu; þekktur og virtur skóli sem útskrifað hefur stórstjörnur á borð við Kevin Bacon, Al Pacino, Lady Gaga og Philip Seymour Hoffman. Hún hélt út til stórborgarinnar með tvær ferðatöskur og þvínæst tók við tveggja ára strembið leiklistarnám. Dagarnir voru langir og krefjandi; skóladagurinn hófst klukkan átta og lauk oftast ekki fyrr en um tíu leytið á kvöldin. Íris hætti að taka inn lyfin á þessum tíma, meðal annars vegna þess að hún gat ekki endurnýjað þau á meða hún bjó úti. En þó svo að hún hafi verið í krefjandi námi og undir miklu álagi þá fann hún ekki fyrir neikvæðum áhrifum af lyfjaleysinu. „Ég held að það hafi haft jákvæð áhrif að ég fór að sofa í myrkri og ég vaknaði í birtu. Þar að auki var ég í námi sem gekk mikið út á hreyfingu og dans, auk þess sem ég var ekki á bíl og var þess vegna að ganga út um allt.“ Íris hefur aldrei séð eftir því að hafa elt drauminn á sínum tíma og farið út í nám.Aðsend Hún sér ekki eftir einni mínútu sem hún varði í borginni sem aldrei sefur. „Þetta var einn besti tími lífs míns. Ég myndi gera þetta allt saman aftur, alveg hiklaust.“ Hún fékk vissulega að heyra athugasemdir frá sumum, sem voru hneykslaðir á þeirri ákvörðun hennar að skilja unga dóttur sína eftir á Íslandi. „Og auðvitað var það ótrúlega erfitt að vera í burtu frá henni, en ég vissi að ég væri að gera rétt, með því að hlusta á mína innri rödd. Ég vildi líka vera fyrirmynd fyrir dóttur mína, sýna henni að maður á ekki að láta neitt stoppa sig í að elta draumana sína. Ég var líka bara svo ótrúlega heppin að eiga barnsföður sem studdi mig í einu og öllu. Hann sagði við mig: “Ef þetta er það sem þú vilt gera þá látum við þetta ganga upp.“ Það er honum að þakka að mér tókst að láta þennan draum verða að veruleika, og foreldrum mínum líka, sem voru honum innan handar á þessum tíma. Ég hefði aldrei getað gert þetta án þeirra.“ Allt á niðurleið Þegar Íris sneri til baka frá New York árið 2017 fann hún að hún þurfti að byrja aftur á lyfjunum. Hún er ekki frá því að kuldinn og myrkrið á Íslandi hafi haft eitthvað með það að gera. „Ég grínast oft með það að íslenska veðurfarið er með geðhvörf. Við erum með rosalega langa lægð yfir veturinn, þar sem allt er dimmt og kalt, og svo kemur stutt sumar þar sem það er bjart allan sólarhringinn og allir eru úti um allt að gera allskonar hluti. Ég byrjaði aftur á lyfjunum en svo gerðist það að eftir sirka eitt og hálft ár þá hættu þau að virka. Og í kjölfarið byrjaði allt að hrynja í kringum mig. Á þessum tíma var ég að kenna leiklist sem skyldufag- í gamla grunnskólanum mínum í Mosfellsbæ. Ég hafði upplifað margt þegar ég var barn í þeim skóla og þegar ég kom þangað inn, sem fullorðin manneskja, þá mætti mér sama lyktin, sama umhverfið og meira að segja nokkrir af gömlu kennurunum mínum. Ég var alltaf í einhverskonar varnarham þegar ég kom í vinnuna. Undir lokin var ástandið orðið þannig að á hverjum sunnudegi var ég farin að dauðkvíða því að mæta í vinnuna daginn eftir. Það var margt í gangi á þessum tíma, allskyns hlutir sem söfnuðust upp. Að lokum fékk ég taugaáfall.“ Ennþá mýtur gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu Íris var í kjölfarið send til VIRK- og var síðan komið undir hendur geðteymis heilsugæslunnar. Þar komst hún undir hendur geðlæknis sem hlustaði á hana, spurði réttu spurninganna og lagði saman púslin. Á endanum lagði hann fram greiningu: geðhvarfasýki 2 (e. Bipolar II disorder.) Sú tegund af geðhvarfasýki einkennist af örlyndi og þunglyndi. „Örlyndi er í raun væg útgáfa af maníu. Þetta er eins og að fá rakettu í rassinn. Þú verður frábær og bestur í öllu. Allar hugmyndir sem þú færð eru bestu hugmyndir veraldarsögunnar og þú framkvæmir þær allar. Sköpunargleðin getur farið fram úr öllu valdi. Þú sefur ekki. Skipuleggur alla næstu daga og vikur og klárar allt sem sem hefur setið á hakanum. Það hafa meira að segja komið stundir þar sem ég sakna þess að fara í þetta ástand, ég ætla ekkert að ljúga því. Og ég veit að það er algengt hjá mörgum sem eru með þennan sjúkdóm, fólk vill ekki fara á lyfin því það vill ekki missa maníuna. Þú upplifir nefnilega svo ótrúlega alsælu þegar þú ert í þessu ástandi. Lífið er svo bjart og fallegt og þér finnst þú vera óstöðvandi. En svo gleymir fólk gjaldinu sem það þarf að borga þegar lægðin skellur síðan á. Þegar manían kveður og lægðin tekur við þá verður allt gjörsamlega ömurlegt. Og þegar þú ert með geðhvörf 2 þá er lægðin mun dýpri, lengri og alvarlegri en hjá þeim sem eru með geðhvörf 1. Hugmyndirnar sem þér fannst áður vera svo stórkostlegar eru allt í einu orðnar gjörsamlega glataðar. Þetta er eins og vakna upp af einhverjum æðislegum draumi og koma aftur inn í veruleikann. Og þá tekur við sjálfsniðurifið, og þér finnst allt vera vonlaust. Í mínu tilfelli var ég oftar en ekki komin á þann stað í mínum lægðum að ég vildi sleppa stýrinu á bílnum þegar ég var að keyra, bara til að athuga hvað myndi gerast. Suma daga komst ég ekki fram úr rúminu. Þú ferð frá því að vera „on top of the world“ niður í algjört svartnætti. Bilið þarna á milli er, vægast sagt, rosalegt. Fyrir tilstilli geðlæknisins á sínum tíma fór Íris á lyf. Þannig hefur henni tekist að halda einkennum sjúkdómsins alfarið niðri undanfarið tvö og hálft ár. Í dag er hún í jafnvægi og líður vel. En hún hefur engu að síður fundið fyrir fordómum vegna sjúkdómsins. Hún segir enn vera langt í land þegar kemur að því að kveða niður mýtur gagnvart geðrænum veikindum. „Á sínum tíma, þegar ég fékk greininguna, þá þurfti ég jálf að horfast í augu við eigin fordóma. Ég upplifði það hálfpartinn eins og lífið mitt væri bara búið, eins og það væri núna búið að brennimerkja mig. Núna myndi ég þurfa að hætta að vinna, hætta að syngja og ég ætti sennilega eftir að vera sjúklingur það sem eftir væri. En svona er viðhorfið í samfélaginu. Um leið og þú ert kominn með þennan stimpil á þig, að vera með geðsjúkdóm, þá er eins og viðhorf samfélagsins breytist í þinn garð. Fólk nálgast þig með fyrirvara. Andstætt við þá sem glíma við einhverskonar líkamlega kvilla, gigt eða flogaveiki eða eitthvað slíkt. Þeir mæta ekki þessu vantrausti, jafnvel þó að þeir séu að glíma við óútreiknanlegan sjúkdóm. En staðreyndin er engu að síður sú að þó þú glímir við geðsjúkdóm eins og geðhvörf, og ert að fá rétt lyf og rétta meðferð, þá ertu alveg jafn „fúnkerandi” í samfélaginu eins og hver annar,“ segir Íris. Henni finnst ekki ólíklegt að þarna spili inn í einhvers konar gamalgrónar ímyndir af einstaklingum með geðsjúkdóma. „Það sem við höfum alist upp við að sjá, eins og til dæmis í bíómyndum og sjónvarpsþáttum, þetta er alltaf ýktasta og versta myndin af geðsjúkdómum. Mjög ýktar steríótýpur, og það er bara mjög skaðlegt að mörgu leyti,“ segir hún og bætir við: „Þú getur ímyndað þér hvað samfélagið okkar væri leiðinlegt og einsleitt ef að það væru engir þarna úti með þessa sjúkdóma. Ég hef nú svosem ekkert fyrir mér í því, en ég trúi því innilega að flestir af frægustu uppfinningamönnum sögunnar hafi verið að glíma við geðhvörf. Þeir fengu hugmyndir, sem á sínum tíma þóttu algjörlega sturlaðar og óraunverulegur- og þeir komu þessum hugmyndum í framkvæmd.“ Í tilfelli Írisar, eins og reyndar hjá langflestum, er sjúkdómurinn ættgengur. „Og fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir að þú erfir þennan sjúkdóm og fæðist með hann. Þetta er sjúkdómur sem hefur þróast í gegnum margar kynslóðir á undan þér.“ Íris tekur fram að að útlitskomplexar hafi ekki verið hvatinn að því að hún ákvað að fara í aðgerðina.Aðsend Var búin að prófa allt Íris var áður fyrr í ofþyngd. Það var ekki löngu eftir að geðhvarfagreiningin lá fyrir árið 2021 að hún tók þá ákvörðun að gangast undir efnaskiptaaðgerð, nánar tiltekið magaermi. Í kjölfarið tók líf hennar algjörum stakkaskiptum. Hún rokkaði upp og niður í þyngd frá táningsaldri og átti í óheilbrigðu sambandi við mat. „Það tengdist því að ég var bráðþroska og byrjaði fyrr en aðrir að bæta á mig. Í kringum fimmtán ára aldurinn, þegar ég var farin að finna fyrir verulegu þunglyndi og skólaleiða, þá sótti ég í mat. Matur var huggun þegar mér leið illa og verðlaun þegar mér gekk vel. Ég safnaði byrgðum af allskonar nasli í poka og geymdi undir rúmi í herberginu mínu þar sem enginn gat séð það. En ástandið versnaði verulega þegar ég var ófrísk að dóttur minni og eftir að hún fæddist. Ég borðaði oft lítið sem ekkert á daginn og datt svo í ofát á kvöldin. Og ég er ennþá að læra inn á sambandið við mat, og það er stöðug vinna að halda því sambandi heilbrigðu. Ég var búin að prófa alla mögulega kúra og mataræði sem til voru, allskyns aðferðir, eins og mæla matinn sem fór ofan í mig, en það bara virkaði ekkert. Og ég held að það sama gildi um flestalla sem gangast undir þessa aðgerð eða svipaðar. Aðgerðir af þessu tagi er alltaf lokaúrræði, enda er þetta heljarinnar inngrip og bataferlið tekur líka tíma. Það er mjög mikilvægt að útrýma þeim hugsunarhætti að þessar aðgerðir séu einhvers konar skyndilausn. Íris tekur fram að að útlitskomplexar hafi ekki verið hvatinn að því að hún ákvað að fara í aðgerðina. „Þó ég hafi verið orðin meira en hundrað kíló þá leið mér ekki illa þegar ég leit í spegil. En ofþyngdin var einfaldlega farin að hindra mig á svo mörgum sviðum, og koma niður á lífsgæðunum. Ef dóttir mín spurði mig hvort ég vildi koma út í göngutúr þá fylltist ég kvíða. Það var svo margt sem ég gat ekki gert og ofan á allt þetta var ég að glíma við allskyns verki, bakverki og bólgur,“ segir Íris og bætir við að hún hafi upplifað ákveðið „lowpoint“ á sínum tíma þegar hún settist á klósettsetuna heima hjá sér- og setan brotnaði. „Þannig að ég fór af stað, og bað um hjálp, og leitaði til þeirra sem ég þekkti sem ég vissi að hefðu gengist undir þessa aðgerð. Ég aflaði mér upplýsinga hér og þar og las mér til. Ég gat ekki hugsað til þess hvar ég ætti eftir að enda eftir fimm eða tíu ár með þessu áframhaldi. Ég var farin að glíma við það mikla heilsufarsbresti að ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram. Ég fór í aðgerðina fyrir mig, og líka fyrir fólkið mitt, því ég vildi tryggja það að ég gæti verið til staðar fyrir þau.“ Fann ástina Ein af stærstu breytingunum sem Íris fann fyrir fljótlega eftir aðgerðina var að líkaminn byrjaði að sækja í hreina og óunna fæðu. „Áður fyrr sótti ég mikið í skjóta orku, einföld kolvetni, af því að ég borðaði alltaf svo hratt. En mér bauð við því að borða kjöt fyrsta árið eftir aðgerðina, og sömuleiðis pasta og brauð. Margt af því af því sem mér hafði fundist gott áður gat ég ekki lengur hugsað mér að borða. Ég vildi helst bara fisk, ávexti og grænmeti. Það eru margir sem vita ekki að það er rosalega erfitt að drekka vatn eftir þessa aðgerð, manni verður óglatt af of mikilli vatnsdrykkju og maður má heldur ekki drekka vatn með mat, heldur einungis hálftíma fyrir og eftir máltíðir.“ Í dag eru liðin tæp þrjú ár frá aðgerðinni. Íris er með mörg járn í eldinum; ásamt því að vera í endurhæfingu kennir hún söng, talsetur og sinnir margvíslegum verkefnum í tónlistinni. „Það að taka að mér verkefni er mikilvægur hluti af minni endurhæfingu. Ég fæ tækifæri til byggja mig upp a öllum vígstöðvum.“ Hún hefur komið víða við í tónlistinni; meðal annars unnið með Dúndurfréttum, Gunnari Þórðar-syni, Siggu Beinteins og Bubba Morthens. Hún tók þátt í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2010 og árið 2012 og hefur oftar en einu sinni verið í bakröddum keppenda í söngvakeppninni, meðal annars núna í ár. Hún fann ástina í örmum Arnars Jónssonar tónlistarmanns, en þau höfðu þekkst um árabil. „Við höfum þekkst í 16 ár. Það er alveg einstakt að finna vin á ný og verða svo ástfanginn af honum.“ Á seinasta ári voru þau hluti af íslenska Eurovision-hópnum, þar sem þau sungu bakraddir fyrir Heru Björk Þórhallsdóttur í laginu „Scared of Heights“ í keppninni í Malmö. Í dag eru þau samstíga í lífinu- og í listinni. „Að finna ástina á þessum tímapunkti í lífinu er gjöf. Og við erum þakklát fyrir að hafa fundið hvort annað.“ Meðfylgjandi myndir sýna Írisi fyrir og eftir aðgerð. Hún er nánast óþekkjanleg á fyrri myndinni. Fyrir og eftir aðgerð.Aðsend „Það er dálítið skrítið að horfa á þessa brosandi konu á myndinni, vitandi á hvaða stað hún var og hvað hún var búin að ganga í gegnum. En eins og kærastinn minn segir: „Þegar ég horfi á þessa mynd þá sé ég sömu yndislegu konuna sem ég þekki. Þetta er sami kjarni, bara smá uppfærsla.“ Ég hef oft hugsað til þess hvernig lífið mitt væri í dag ef ég hefði ekki farið í aðgerðina. En ég veit fyrir víst að ofþyngdin hafði meiri áhrif á andlegu hliðina en ég gerði mér grein fyrir. Eftir því sem ég þyngdist meira, þá leið mér verr og verr. Mér finnst ég vera búin að átta mig betur á því núna hvert ég er að stefna og hvað ég vil fá út úr lífinu. Þetta hefur gefið mér nýja sýn á lífið. Ég treysti sjálfri mér betur. Ég er búin að átta mig á því að ég get miklu meira en ég hélt. En það var að vísu ekki fyrr en nýlega, í byrjun þessa árs að ég komst á þann stað að vilja byrja í ræktinni og hreyfa mig markvisst. Og ég þurfti að byrja mjög hægt, taka eitt skref í einu. Ég hef kynnst betur líkamanum mínum og hvað hann er fær um að gera. Og það sem ég uppgötvað er að vöðvarnir mínir hafa í raun alltaf verið virkir, þó ég hafi ekki stundað æfingar áður, vegna þess að þeir hafa þurft að bera öll þessi aukakíló í mörg ár. Og það er magnað að vera að lyfta núna og finna hvernig vöðvarnir eru að vakna almennilega til lífsins.“
Heilbrigðismál Tónlist Helgarviðtal Geðheilbrigði Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira