Parið tilkynnti nafngiftina í sameignlegri færslu á Instagram þar sem einnig má sjá sætar myndir frá deginum.
„Fallegi drengurinn okkar fékk nafnið sitt í gær. Bjarki Bergþór. Dásamlegur dagur frá upphafi til enda og erum við óendanlega heppin með fólkið í kringum okkur.“
Drengurinn er þeirra fyrst barn saman og kom hann í heiminn þann 22. október síðastliðinn.
Leiðin að jákvæðu þungunarprófi var löng og ströng, og draumurinn um barn virtist fjarlægur. Ragga og Elma höfðu reynt að eignast barn saman í um fjögur ár sem heppnaðist í þrettándu tilraun.
„13 times the charm sagði einhver. Það eru 4 ár síðan þetta ferli hófst. Tveimur eggheimtum, einni aðgerð og þrettán uppsetningum seinna tókst þetta loksins. Þessi draumur var orðinn mjög fjarstæðukenndur og eru þetta óraunverulegustu fréttir sem við getum fært, en það er loksins komið að okkur.
París tekur komandi hlutverki mjög alvarlega og ætlar að passa vel uppá nýja fjölskyldumeðliminn. Sjáumst í haust litla kríli,“ skrifaði parið við færsluna og birti mynd af kettinum , og stórabróðir Bjarka litla, París.