Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2025 11:21 Kristinn Ólafsson (th) segir eitt og annað sérkennilegt við starfslok sín en Sigurjón Örn, stjórnarformaður sem nú hefur tekið að sér hluta framkvæmdastjórnar, segir ákvörðunina hafa verið tekna á rekstrarlegum forsendum. vísir/vilhelm/aðsend Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Vísir hefur yfirlýsinguna undir höndum auk þess sem miðillinn hefur rætt við nokkra starfsmenn sem segjast vera að íhuga stöðu sína. Einn þeirra hefur þegar sagt upp störfum. Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður, sem nú hefur tekið að sér framkvæmdastjórn jafnframt, segir ákvörðunina hins vegar tekna á rekstrarlegum forsendum. Vísir hefur meðal annarra rætt við Kristinn sem var staddur erlendis í fríi. Hann hafði ýmislegt um þetta að segja en taldi ekki vert að vera einn til frásagnar. Persónulega væri hann sáttur, hann hafi ekki þurft að vinna uppsagnarfrestinn en fengið hálft ár í biðlaun. Hann hafi hins vegar heyrt af mikilli ólgu meðal starfsfólks. Stjórnarformaðurinn orðinn framkvæmdastjóri „Þetta er náttúrlega allt mjög skrítið. Ég var ráðinn til fimm ára og hef verið í tæp tvö. Ég fékk skilaboð um skipulagsbreytingar. Ég hef ekkert af mér gert til að verðskulda uppsögn. Stjórnarformaðurinn sjálfur ætlar að taka hluta af mínum störfum, vegna þess að aðstæður höfðu breyst hjá honum.“ Kristinn segist ekki fara ósáttur frá borði en óneitanlega sé lítill sparnaður í því að hafa sig á hálfs árs biðlaunum og ráða tvo framkvæmdastjóra til að sinna starfi hans.vísir/vilhelm/aðsend Í samtölum við starfsfólk kemur einmitt fram að óánægja sé með að Sigurjón taki að sér framkvæmdastjórn að hluta en ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri sem var þarna áður til að halda utan um félagsþjónustuna: Kristín Björg Albertsdóttir. Hún er umdeildur stjórnandi meðal starfsmanna og þykir tala í boðhætti við þá. Kristinn segir að reksturinn hafi verið í góðu Það sé grunnurinn og síðan má útfæra það, ég hafði kannski ekki verið alveg nógu duglegur að spara, en reksturinn er allur í góðu. Kannski félagsþjónustan sen er brot af prósenti í mínus, en það er ekkert sem veltir yfir 700 milljónum. Já, þetta var allt svolítið einkennilegt og kom mikið á óvart.“ „Við köllum þetta ekki að reka fólk“ Kristinn segist ekki geta tjáð sig um brottreksturinn að öðru leyti og bendir á starfsfólk sem Vísir heyrði í. Það vill ekki koma fram undir nafni en í yfirlýsingu sem þau stíluðu á fulltrúaráð Sólheima kemur fram megn óánægja með þróun mála. Þar segir að þessi ákvörðun stjórnar hafi komið verulega á óvart, valdið vonbrigðum, ótta og skapaði reiði meðal margra. Sumir telja sér ekki vært í starfi lengur og aðrir eru að hugsa stöðu sína. Sú ákvörðun að endurráða fyrrum framkvæmdastjóra endurspeglar einnig á margan hátt skort á tengslum og skilningi stjórnar á viðhorfi og líðan starfsfólks. Kallað er eftir samráði, að hlustað sé á starfsfólk. Yfirlýsinguna má finna í heild hér neðar. Sigurjón Örn vill í svörum sínum helst vísa til svars við yfirlýsingu starfsmanna; þar komi helstu atriði fram.vísir/vilhelm Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður vill ekki tala um að Kristinn hafi verið rekinn. „Þetta eru starfslok. Við köllum þetta ekki að reka fólk,“ segir Sigurjón Örn. En hann vill vísa til svara sem birtast í yfirlýsingu framkvæmdastjórn fulltrúaráðs, sem eru viðbrögð við yfirlýsingu starfsfólks. „Hún talar sínu máli. Þetta snýst bara um rekstrarlega ákvörðun.“ Engin illska í garð eins né neins Sigurjón Örn segir Kristinn hinn besta og ágætasta mann, þetta snúist ekki um það heldur bara um rekstur á starfseminni sem hafi verið í ágætis jafnvægi. Við erum alltaf að vinna eftir mjög þröngum ramma og höfum í enga sjóði að sækja. Nema þá sem Bergrisinn ætlar okkur. Bergrisinn bs. er byggðasamlag 13 sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Þá ítrekar Sigurjón Örn að þau taki starf sitt alvarlega, en þetta megi sjá í yfirlýsingunni, og þau hafi verið að vanda sig í rekstrinum og komið að við mjög þröngar aðstæður. „Okkur er umhugað um að starfsemin sé í jafnvægi og haldi áfram. Það hefur verið verkefni okkar og okkur hefur tekist ágætlega upp í því. Það er engin illska í garð neins.“ Sigurjón segir sig nú framkvæmdastjóra að hluta en félagsþjónusta Sólheima er fyrir utan starfssvið hans. „Ég er stjórnarformaður Sólheima en ég mun sinna fyrirtækinu Sólheimum. Kristín Albertsdóttir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri kemur aftur til starfa. Og heldur utan um félagsþjónustuna. Hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur, og er sú sem aðstoðaði okkur á sínum tíma við að rétta skútuna við.“ Snýst ekki um laun framkvæmdastjóra Spurður hvort Kristín væri þá á lægri launum en Kristinn sagði Sigurjón þetta ekki snúast um launakjör framkvæmdastjóra, þau hefðu lítið að segja í þessu mengi. Áttatíu til níutíu prósent þess fjármagns sem þau hefðu umleikis færi laun; þetta væri fyrst og fremst stýring á þjónustunni. Eins og áður sagði er yfirlýsingu starfsfólks að finna í heild sinni hér neðar og þá kemur svar framkvæmdastjórnar fulltrúaráðs. Fyrir liggur að mikill órói og tortryggni er meðal óbreyttra starfsmanna. Þeir telja sig hins vegar ekki geta komið fram undir nafni vegna þess að bæði eru sumir að nálgast eftirlaunaaldur og þá snýst þetta einnig um húsnæðismál; sumir starfsmanna eru búsettir á svæðinu. Þessu máli er langt í frá lokið. Yfirlýsing starfsmanna YFIRLÝSING VEGNA ÓVÆNTRA BREYTINGA Í YFIRSTJÓRN SÓLHEIMA Skýr upplýsingamiðlun, gagnsæi og heiðarleiki? Skyndileg uppsögn framkvæmdastjóra kom starfsfólki í opna skjöldu. Í þessari sameiginlegu yfirlýsingu frá undirrituðu starfsfólki hjá Sólheimum ses. og Sólheimasetri ses. verður farið yfir hvað það hefur helst út á að setja við þessa aðgerð og varpað fram spurningum um ýmsa þætti sem varða hana og stjórnskipulag Sólheima. Það er einlæg von hópsins að stjórn gefi sér rúm og tíma til að svara þessari yfirlýsingu með formlegum hætti. Á undanförnum mánuðum hefur verið ráðist í mikilvæga og langþráða umbótavinnu í félagsþjónustunni á Sólheimum. Vinnu sem ekki hefur skapast rými eða hvati til að vinna í mörg ár þótt ítrekað hafi verið bent á þörfina. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristinn Ólafsson, sýndi starfsfólki traust og var skýr og heiðarlegur í framkomu. Starfsfólk fékk rými til að taka virkan þátt í skiplagningu og upplifði að starfsframlag þeirra væri metið og viðurkennt. Það starfsfólk sem mesta starfsreynslu hefur á Sólheimum hefur lýst því að þau minnist þess ekki að hafa upplifað svona jákvætt starfsumhverfi eins og skapast hefur undanfarið ár. Þess vegna kom þessi ákvörðun stjórnar verulega á óvart, olli vonbrigðum, ótta og skapaði reiði meðal margra. Sumir telja sér ekki vært í starfi lengur og aðrir eru að hugsa stöðu sína. Sú ákvörðun að endurráða fyrrum framkvæmdastjóra endurspeglar einnig á margan hátt skort á tengslum og skilningi stjórnar á viðhorfi og líðan starfsfólks. Í gegnum tíðina hefur orðspor Sólheima beðið hnekki vegna stjórnunarhátta. Það hefur slæm áhrif á starfsumhverfi þeirra sem þar starfa og hefur starfsfólk lýst því að því líði, á tíðum, eins og þau séu leikpeð á spilaborði stjórnar sem virðist lítið hugsa um mannlegan þátt starfsins og lífsins á Sólheimum. Það sé nú öll mannspekin. Viðhorf til starfsemi Sólheima hefur breyst til hins betra undanfarin ár og má því helst þakka að starfsfólk hefur verið duglegt að sækja ráðstefnur, hitta annað fagfólk og tala starfsemina upp. Það hefur einnig aukist verulega eftirspurn hjá faghópum í að kynna sér starf félagsþjónustunnar þar sem við kynnum okkar frábæru vinnu með stolti. Þegar trú og traust starfsfólks til stjórnar minnkar mun það einnig hafa áhrif á orðspor og viðhorf til Sólheima. Vinnustaðurinn er starfsfólkið og ef starfsfólkið hefur ekki trú á stjórnendum er ekki grundvöllur fyrir umbótastarfi. Aðeins verri staða eða stöðnun er möguleiki. Tortryggni vaknar hjá starfsfólki og það fer í varnarstöðu. Svo kemur það í þeirra hlut að vinna úr skaðanum. Skaða sem fælir frá gott starfsfólk. Skaða sem fækkar góðum og hæfum umsækjendum. Skaða sem hefur áhrif á samstarf og samtöl við starfsfólk Bergrisans og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Að mati starfsfólks hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta á ýmsan hátt. Ef þessi aðgerð var nauðsynleg þá hefði verið nær að tilkynna framkvæmdastjóra og starfsfólki ákvörðunina samdægurs með heiðarlegum og skýrum upplýsingum um hver áætlunin sé. Það er almennt viðurkennt að það dragi úr áhyggjum og óvissu hjá starfsfólki ef það fær skýrar og heiðarlegar upplýsingar ef gera á stórar breytingar. Þá hefði verið gagnlegt að sýna fram á einhvern ávinning fyrir starfsfólk, notendur og starfsemina í þessum breytingum. Þjónustunotendum, aðstandendum og persónulegum talsmönnum þeirra hefur heldur ekki enn verið formlega tilkynnt um breytinguna þegar þetta er skrifað. Einnig er talið óráðlegt að gera stórar breytingar án undangenginnar einhvers konar könnunar á meðal starfsfólks eða samtals við það. Þá hefði stjórn haft undir höndum gögn sem lýsa líðan starfsfólks, stemningu og verkefnastöðu sem hjálpar við ákvörðunartökuna. Það segir mun meira en Excel-rekstrarskjalið sem virðast hafa verið einu gögnin sem voru nýtt í ferlinu. Það er löng saga um upplýsingabrest á milli stjórnar og starfsfólks Sólheima. Starfsfólk fær reglulega sögur af slíku frá fyrrum starfsfólki sem heimsækir staðinn. Það má því draga þá ályktun að vandinn tengist frekar skipulagi Sólheima en persónum og leikendum. Skortur á aðkomu starfsfólks og þjónustunotenda að umræðu fulltrúaráðs og stjórnar hefur verið gagnrýndur og er kominn tími til að úr því verði bætt. Það myndi ýta undir bættan skilning beggja hópa á þeim aðstæðum sem í gangi eru hverju sinni og meiri sátt um breytingar væri líklegri. Eins og kom fram í upphafi þá óska undirritað starfsfólk eftir því að stjórn svari þessari yfirlýsingu með formlegum hætti en jafnframt er óskað eftir tillögum að bættu samráði og samskiptum til að byggja upp traust á milli aðila, búa til greiðar boðleiðir og auka gagnsæi. Það gæti verið í tölvupósti til allrar starfsmanna, innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins. Með virðingu, fagmennsku, kærleika og sköpunargleði 53 undirritaðir starfsmenn Sólheima ATHUGIÐ: Einungis fjöldi undirskrifta mun birtast með yfirlýsingunni þar sem hluti starfsfólks treystir því ekki að birting nafns muni ekki hafa áhrif á starf sitt og vinnuumhverfi Svar framkvæmdastjórnar Fyrir hönd fulltrúaráðs Sólheima staðfestir framkvæmdastjórn Sólheima móttöku yfirlýsingar ónafngreindra starfsmanna Sólheima ses og Sólheimaseturs ses, sem send var fulltrúarráði Sólheima þann 7. febrúar sl. Framkvæmdastjórn Sólheima þykir miður að sú breyting sem gerð hefur verið á yfirstjórn Sólheima og Sólheimaseturs skuli valda óánægju eða óöryggi í hópi starfsmanna og hafa fulltrúar stjórnar í samtölum sínum við stjórnendur og starfsfólk útskýrt sín sjónarmið og fullvissað starfsfólk um að frekari breytingar séu ekki fyrirhugaðar. Hlutverk framkvæmdastjórnar Sólheima er að stýra málefnum Sólheima og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Núverandi framkvæmdastjórn tók við stjórn Sólheima vorið 2017 á afar tvísýnum tíma í rekstri Sólheima þar sem hallarekstur hafði verið mikill og viðvarandi um nokkurt skeið og þjónustusamningur ekki verið endurnýjaður í fjögur ár. Þjónustuþegum hafði fækkað í 38 og takmarkaður áhugi hjá þjónustukaupa að endurnýja þjónustusamning við Sólheima. Með breytingum í fulltrúaráði Sólheima og nýrri framkvæmdastjórn tókst að fá viðsemjendur aftur að borðinu og haustið 2019 var tryggður nýr þjónustusamningur við Sólheima til fimm ára auk sérstaks innviðastyrks. Þrátt fyrir mjög alvarlega rekstrarstöðu tókst að snúa hallarekstri við á tiltölulega skömmum tíma með markvissum aðgerðum og samhentu átaki fulltrúaráðs, stjórnar, starfsmanna og velunnara þar sem allir lögðust á eitt í fórnfúsu starfi sínu. Nú eru Sólheimar komin í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo og verið rekin hallalaus frá 2019-2023, þrátt fyrir mikla uppbyggingu innviða, fjölgun íbúa úr 38 í 45, innleiðingu jafnlaunavottunar og aukna áherslu á fagleg gæði þjónustunnar. Nýleg gæðaúttekt Bergrisans á þjónustu Sólheima fær jákvæða umsögn og er vitnisburður um að unnið hefur verið að miklum metnaði undanfarin ár að auka gæði þjónustunnar. Stjórn Sólheima taldi nauðsynlegt að ráðast í breytingar á yfirstjórn til hagsbóta fyrir rekstur starfsemi Sólheima til framtíðar. Boðaðar breytingar eru ætlaðar til að efla enn frekar starfsemina, auka ráðdeild í rekstri og bæta nýtingu innviða. Metnaður Sólheima er að veita eins góða þjónustu og kostur er innan þess ramma sem þjónustusamningur heimilar okkur hverju sinni. Þjónustusamningurinn markar þær fjárhagslegu forsendur sem starfsemin verður að miða við og ef vikið er frá þeim sígur fljótt á ógæfuhliðina. Það er viðvarandi verkefni fulltrúaráðs, stjórnar, stjórnenda og starfsmanna Sólheima að flæði upplýsinga sé með þeim hætti að nauðsynlegar upplýsingar er snúa að starfseminni berist stjórnendum og starfsfólki, upplýsingar sem nauðsynlegar eru og tengjast verkefnum viðkomandi og ábyrgð í starfseminni. Stjórn Sólheima og fulltrúaráð meðtekur hvatningu starfsmanna um aukna samvinnu, samráð og upplýsingagjöf og mun leggja sig fram við umbætur í þeim efnum. Okkur kann að greina á um leiðir en nauðsynlegt er að sýna skilning á ólíkum hlutverkum okkar í starfseminni sem er flókin og margslungin og aðeins borin uppi af samhentum hópi fólks sem á sér það sameiginlega markmiði að tryggja þá fjölbreyttu og einstöku starfsemi sem Sólheimar býður upp á. Virðingarfyllst Framkvæmdastjórn fulltrúaráðs Sólheima ses Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Innlent Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Sjá meira
Vísir hefur yfirlýsinguna undir höndum auk þess sem miðillinn hefur rætt við nokkra starfsmenn sem segjast vera að íhuga stöðu sína. Einn þeirra hefur þegar sagt upp störfum. Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður, sem nú hefur tekið að sér framkvæmdastjórn jafnframt, segir ákvörðunina hins vegar tekna á rekstrarlegum forsendum. Vísir hefur meðal annarra rætt við Kristinn sem var staddur erlendis í fríi. Hann hafði ýmislegt um þetta að segja en taldi ekki vert að vera einn til frásagnar. Persónulega væri hann sáttur, hann hafi ekki þurft að vinna uppsagnarfrestinn en fengið hálft ár í biðlaun. Hann hafi hins vegar heyrt af mikilli ólgu meðal starfsfólks. Stjórnarformaðurinn orðinn framkvæmdastjóri „Þetta er náttúrlega allt mjög skrítið. Ég var ráðinn til fimm ára og hef verið í tæp tvö. Ég fékk skilaboð um skipulagsbreytingar. Ég hef ekkert af mér gert til að verðskulda uppsögn. Stjórnarformaðurinn sjálfur ætlar að taka hluta af mínum störfum, vegna þess að aðstæður höfðu breyst hjá honum.“ Kristinn segist ekki fara ósáttur frá borði en óneitanlega sé lítill sparnaður í því að hafa sig á hálfs árs biðlaunum og ráða tvo framkvæmdastjóra til að sinna starfi hans.vísir/vilhelm/aðsend Í samtölum við starfsfólk kemur einmitt fram að óánægja sé með að Sigurjón taki að sér framkvæmdastjórn að hluta en ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri sem var þarna áður til að halda utan um félagsþjónustuna: Kristín Björg Albertsdóttir. Hún er umdeildur stjórnandi meðal starfsmanna og þykir tala í boðhætti við þá. Kristinn segir að reksturinn hafi verið í góðu Það sé grunnurinn og síðan má útfæra það, ég hafði kannski ekki verið alveg nógu duglegur að spara, en reksturinn er allur í góðu. Kannski félagsþjónustan sen er brot af prósenti í mínus, en það er ekkert sem veltir yfir 700 milljónum. Já, þetta var allt svolítið einkennilegt og kom mikið á óvart.“ „Við köllum þetta ekki að reka fólk“ Kristinn segist ekki geta tjáð sig um brottreksturinn að öðru leyti og bendir á starfsfólk sem Vísir heyrði í. Það vill ekki koma fram undir nafni en í yfirlýsingu sem þau stíluðu á fulltrúaráð Sólheima kemur fram megn óánægja með þróun mála. Þar segir að þessi ákvörðun stjórnar hafi komið verulega á óvart, valdið vonbrigðum, ótta og skapaði reiði meðal margra. Sumir telja sér ekki vært í starfi lengur og aðrir eru að hugsa stöðu sína. Sú ákvörðun að endurráða fyrrum framkvæmdastjóra endurspeglar einnig á margan hátt skort á tengslum og skilningi stjórnar á viðhorfi og líðan starfsfólks. Kallað er eftir samráði, að hlustað sé á starfsfólk. Yfirlýsinguna má finna í heild hér neðar. Sigurjón Örn vill í svörum sínum helst vísa til svars við yfirlýsingu starfsmanna; þar komi helstu atriði fram.vísir/vilhelm Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður vill ekki tala um að Kristinn hafi verið rekinn. „Þetta eru starfslok. Við köllum þetta ekki að reka fólk,“ segir Sigurjón Örn. En hann vill vísa til svara sem birtast í yfirlýsingu framkvæmdastjórn fulltrúaráðs, sem eru viðbrögð við yfirlýsingu starfsfólks. „Hún talar sínu máli. Þetta snýst bara um rekstrarlega ákvörðun.“ Engin illska í garð eins né neins Sigurjón Örn segir Kristinn hinn besta og ágætasta mann, þetta snúist ekki um það heldur bara um rekstur á starfseminni sem hafi verið í ágætis jafnvægi. Við erum alltaf að vinna eftir mjög þröngum ramma og höfum í enga sjóði að sækja. Nema þá sem Bergrisinn ætlar okkur. Bergrisinn bs. er byggðasamlag 13 sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Þá ítrekar Sigurjón Örn að þau taki starf sitt alvarlega, en þetta megi sjá í yfirlýsingunni, og þau hafi verið að vanda sig í rekstrinum og komið að við mjög þröngar aðstæður. „Okkur er umhugað um að starfsemin sé í jafnvægi og haldi áfram. Það hefur verið verkefni okkar og okkur hefur tekist ágætlega upp í því. Það er engin illska í garð neins.“ Sigurjón segir sig nú framkvæmdastjóra að hluta en félagsþjónusta Sólheima er fyrir utan starfssvið hans. „Ég er stjórnarformaður Sólheima en ég mun sinna fyrirtækinu Sólheimum. Kristín Albertsdóttir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri kemur aftur til starfa. Og heldur utan um félagsþjónustuna. Hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur, og er sú sem aðstoðaði okkur á sínum tíma við að rétta skútuna við.“ Snýst ekki um laun framkvæmdastjóra Spurður hvort Kristín væri þá á lægri launum en Kristinn sagði Sigurjón þetta ekki snúast um launakjör framkvæmdastjóra, þau hefðu lítið að segja í þessu mengi. Áttatíu til níutíu prósent þess fjármagns sem þau hefðu umleikis færi laun; þetta væri fyrst og fremst stýring á þjónustunni. Eins og áður sagði er yfirlýsingu starfsfólks að finna í heild sinni hér neðar og þá kemur svar framkvæmdastjórnar fulltrúaráðs. Fyrir liggur að mikill órói og tortryggni er meðal óbreyttra starfsmanna. Þeir telja sig hins vegar ekki geta komið fram undir nafni vegna þess að bæði eru sumir að nálgast eftirlaunaaldur og þá snýst þetta einnig um húsnæðismál; sumir starfsmanna eru búsettir á svæðinu. Þessu máli er langt í frá lokið. Yfirlýsing starfsmanna YFIRLÝSING VEGNA ÓVÆNTRA BREYTINGA Í YFIRSTJÓRN SÓLHEIMA Skýr upplýsingamiðlun, gagnsæi og heiðarleiki? Skyndileg uppsögn framkvæmdastjóra kom starfsfólki í opna skjöldu. Í þessari sameiginlegu yfirlýsingu frá undirrituðu starfsfólki hjá Sólheimum ses. og Sólheimasetri ses. verður farið yfir hvað það hefur helst út á að setja við þessa aðgerð og varpað fram spurningum um ýmsa þætti sem varða hana og stjórnskipulag Sólheima. Það er einlæg von hópsins að stjórn gefi sér rúm og tíma til að svara þessari yfirlýsingu með formlegum hætti. Á undanförnum mánuðum hefur verið ráðist í mikilvæga og langþráða umbótavinnu í félagsþjónustunni á Sólheimum. Vinnu sem ekki hefur skapast rými eða hvati til að vinna í mörg ár þótt ítrekað hafi verið bent á þörfina. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristinn Ólafsson, sýndi starfsfólki traust og var skýr og heiðarlegur í framkomu. Starfsfólk fékk rými til að taka virkan þátt í skiplagningu og upplifði að starfsframlag þeirra væri metið og viðurkennt. Það starfsfólk sem mesta starfsreynslu hefur á Sólheimum hefur lýst því að þau minnist þess ekki að hafa upplifað svona jákvætt starfsumhverfi eins og skapast hefur undanfarið ár. Þess vegna kom þessi ákvörðun stjórnar verulega á óvart, olli vonbrigðum, ótta og skapaði reiði meðal margra. Sumir telja sér ekki vært í starfi lengur og aðrir eru að hugsa stöðu sína. Sú ákvörðun að endurráða fyrrum framkvæmdastjóra endurspeglar einnig á margan hátt skort á tengslum og skilningi stjórnar á viðhorfi og líðan starfsfólks. Í gegnum tíðina hefur orðspor Sólheima beðið hnekki vegna stjórnunarhátta. Það hefur slæm áhrif á starfsumhverfi þeirra sem þar starfa og hefur starfsfólk lýst því að því líði, á tíðum, eins og þau séu leikpeð á spilaborði stjórnar sem virðist lítið hugsa um mannlegan þátt starfsins og lífsins á Sólheimum. Það sé nú öll mannspekin. Viðhorf til starfsemi Sólheima hefur breyst til hins betra undanfarin ár og má því helst þakka að starfsfólk hefur verið duglegt að sækja ráðstefnur, hitta annað fagfólk og tala starfsemina upp. Það hefur einnig aukist verulega eftirspurn hjá faghópum í að kynna sér starf félagsþjónustunnar þar sem við kynnum okkar frábæru vinnu með stolti. Þegar trú og traust starfsfólks til stjórnar minnkar mun það einnig hafa áhrif á orðspor og viðhorf til Sólheima. Vinnustaðurinn er starfsfólkið og ef starfsfólkið hefur ekki trú á stjórnendum er ekki grundvöllur fyrir umbótastarfi. Aðeins verri staða eða stöðnun er möguleiki. Tortryggni vaknar hjá starfsfólki og það fer í varnarstöðu. Svo kemur það í þeirra hlut að vinna úr skaðanum. Skaða sem fælir frá gott starfsfólk. Skaða sem fækkar góðum og hæfum umsækjendum. Skaða sem hefur áhrif á samstarf og samtöl við starfsfólk Bergrisans og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Að mati starfsfólks hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta á ýmsan hátt. Ef þessi aðgerð var nauðsynleg þá hefði verið nær að tilkynna framkvæmdastjóra og starfsfólki ákvörðunina samdægurs með heiðarlegum og skýrum upplýsingum um hver áætlunin sé. Það er almennt viðurkennt að það dragi úr áhyggjum og óvissu hjá starfsfólki ef það fær skýrar og heiðarlegar upplýsingar ef gera á stórar breytingar. Þá hefði verið gagnlegt að sýna fram á einhvern ávinning fyrir starfsfólk, notendur og starfsemina í þessum breytingum. Þjónustunotendum, aðstandendum og persónulegum talsmönnum þeirra hefur heldur ekki enn verið formlega tilkynnt um breytinguna þegar þetta er skrifað. Einnig er talið óráðlegt að gera stórar breytingar án undangenginnar einhvers konar könnunar á meðal starfsfólks eða samtals við það. Þá hefði stjórn haft undir höndum gögn sem lýsa líðan starfsfólks, stemningu og verkefnastöðu sem hjálpar við ákvörðunartökuna. Það segir mun meira en Excel-rekstrarskjalið sem virðast hafa verið einu gögnin sem voru nýtt í ferlinu. Það er löng saga um upplýsingabrest á milli stjórnar og starfsfólks Sólheima. Starfsfólk fær reglulega sögur af slíku frá fyrrum starfsfólki sem heimsækir staðinn. Það má því draga þá ályktun að vandinn tengist frekar skipulagi Sólheima en persónum og leikendum. Skortur á aðkomu starfsfólks og þjónustunotenda að umræðu fulltrúaráðs og stjórnar hefur verið gagnrýndur og er kominn tími til að úr því verði bætt. Það myndi ýta undir bættan skilning beggja hópa á þeim aðstæðum sem í gangi eru hverju sinni og meiri sátt um breytingar væri líklegri. Eins og kom fram í upphafi þá óska undirritað starfsfólk eftir því að stjórn svari þessari yfirlýsingu með formlegum hætti en jafnframt er óskað eftir tillögum að bættu samráði og samskiptum til að byggja upp traust á milli aðila, búa til greiðar boðleiðir og auka gagnsæi. Það gæti verið í tölvupósti til allrar starfsmanna, innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins. Með virðingu, fagmennsku, kærleika og sköpunargleði 53 undirritaðir starfsmenn Sólheima ATHUGIÐ: Einungis fjöldi undirskrifta mun birtast með yfirlýsingunni þar sem hluti starfsfólks treystir því ekki að birting nafns muni ekki hafa áhrif á starf sitt og vinnuumhverfi Svar framkvæmdastjórnar Fyrir hönd fulltrúaráðs Sólheima staðfestir framkvæmdastjórn Sólheima móttöku yfirlýsingar ónafngreindra starfsmanna Sólheima ses og Sólheimaseturs ses, sem send var fulltrúarráði Sólheima þann 7. febrúar sl. Framkvæmdastjórn Sólheima þykir miður að sú breyting sem gerð hefur verið á yfirstjórn Sólheima og Sólheimaseturs skuli valda óánægju eða óöryggi í hópi starfsmanna og hafa fulltrúar stjórnar í samtölum sínum við stjórnendur og starfsfólk útskýrt sín sjónarmið og fullvissað starfsfólk um að frekari breytingar séu ekki fyrirhugaðar. Hlutverk framkvæmdastjórnar Sólheima er að stýra málefnum Sólheima og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Núverandi framkvæmdastjórn tók við stjórn Sólheima vorið 2017 á afar tvísýnum tíma í rekstri Sólheima þar sem hallarekstur hafði verið mikill og viðvarandi um nokkurt skeið og þjónustusamningur ekki verið endurnýjaður í fjögur ár. Þjónustuþegum hafði fækkað í 38 og takmarkaður áhugi hjá þjónustukaupa að endurnýja þjónustusamning við Sólheima. Með breytingum í fulltrúaráði Sólheima og nýrri framkvæmdastjórn tókst að fá viðsemjendur aftur að borðinu og haustið 2019 var tryggður nýr þjónustusamningur við Sólheima til fimm ára auk sérstaks innviðastyrks. Þrátt fyrir mjög alvarlega rekstrarstöðu tókst að snúa hallarekstri við á tiltölulega skömmum tíma með markvissum aðgerðum og samhentu átaki fulltrúaráðs, stjórnar, starfsmanna og velunnara þar sem allir lögðust á eitt í fórnfúsu starfi sínu. Nú eru Sólheimar komin í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo og verið rekin hallalaus frá 2019-2023, þrátt fyrir mikla uppbyggingu innviða, fjölgun íbúa úr 38 í 45, innleiðingu jafnlaunavottunar og aukna áherslu á fagleg gæði þjónustunnar. Nýleg gæðaúttekt Bergrisans á þjónustu Sólheima fær jákvæða umsögn og er vitnisburður um að unnið hefur verið að miklum metnaði undanfarin ár að auka gæði þjónustunnar. Stjórn Sólheima taldi nauðsynlegt að ráðast í breytingar á yfirstjórn til hagsbóta fyrir rekstur starfsemi Sólheima til framtíðar. Boðaðar breytingar eru ætlaðar til að efla enn frekar starfsemina, auka ráðdeild í rekstri og bæta nýtingu innviða. Metnaður Sólheima er að veita eins góða þjónustu og kostur er innan þess ramma sem þjónustusamningur heimilar okkur hverju sinni. Þjónustusamningurinn markar þær fjárhagslegu forsendur sem starfsemin verður að miða við og ef vikið er frá þeim sígur fljótt á ógæfuhliðina. Það er viðvarandi verkefni fulltrúaráðs, stjórnar, stjórnenda og starfsmanna Sólheima að flæði upplýsinga sé með þeim hætti að nauðsynlegar upplýsingar er snúa að starfseminni berist stjórnendum og starfsfólki, upplýsingar sem nauðsynlegar eru og tengjast verkefnum viðkomandi og ábyrgð í starfseminni. Stjórn Sólheima og fulltrúaráð meðtekur hvatningu starfsmanna um aukna samvinnu, samráð og upplýsingagjöf og mun leggja sig fram við umbætur í þeim efnum. Okkur kann að greina á um leiðir en nauðsynlegt er að sýna skilning á ólíkum hlutverkum okkar í starfseminni sem er flókin og margslungin og aðeins borin uppi af samhentum hópi fólks sem á sér það sameiginlega markmiði að tryggja þá fjölbreyttu og einstöku starfsemi sem Sólheimar býður upp á. Virðingarfyllst Framkvæmdastjórn fulltrúaráðs Sólheima ses
Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Innlent Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Sjá meira
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59