Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:05 Donald Trump hefur á undanförnum dögum dreift áróðri um Úkraínu sem rekja má til Rússlands. AP/Rebecca Blackwell Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. Leiðtogar G7 hafa notað þetta orðalag í öllum sínum yfirlýsingum frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Þetta hafa blaðamenn Financial Times eftir heimildarmönnum sínum og segja þeir einnig að ekki sé ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ávarpa fundinn á mánudaginn eins og til stóð. Reuters segir svipaða sögu af drögum af yfirlýsingu sem leggja á fyrir allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafi neitað að leggja blessun þeirra á stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu, landamæri ríkisins og fullveldi þar sem innrás Rússa er fordæmd. Undanfarin ár hefur sambærileg tillaga verið lögð fram með stuðningi yfirvalda í bandaríkjunum en heimildarmaður Reuters segir að rúmlega fimmtíu ríki hafi þegar lýst yfir stuðningi við hana að þessu sinni. Reiddist Selenskí Trump virðist hafa orðið reiður út í Selenskí þegar sá síðarnefndi biðlaði til Bandaríkjamanna í gærmorgun að hætta að dreifa áróðri frá Rússlandi um Úkraínu og innrás Rússa í Úkraínu. Bað hann Trump-liða um að virða sannleikann, samhliða því sem hann sagðist bera mikla virðingu fyrir Trump og Bandaríkjunum. Selenskí nefndi einnig að ummæli Trumps um magn hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum væru ekki rétt. Forsetinn bandaríski birti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði Selenskí meðal annars einræðisherra og dreifði öðrum lygum um stríðið í Úkraínu, sem margar eiga rætur í Rússlandi. Ítrekaði hann orð sín svo aftur í gærkvöldi á ráðstefnu í Flórída. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, gagnrýndi Selenskí í viðtali við Fox News í dag og sagði ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir ástandinu í Úkraínu. Óásættanlegt væri að talað væri illa um Bandaríkin. Hann sagði Selenskí að draga úr árásum á Trump og skrifa undir umdeilt samkomulag sem Bandaríkjamenn lögðu á borð hans á dögunum. Það samkomulag felur í sér að veita Bandaríkjunum eignarrétt á stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurra öryggistrygginga. Selenskí hefur neitað að skrifa undir samkomulagið. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma „Skrifaðu undir samkomulagið,“ sagði Waltz. Segja ummæli Trumps hættuleg Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í samtali við E24 í dag að Trump væri að enduróma áróður frá Rússlandi. Eide er staddur á fundi G20 ríkjanna í Suður-Afríku og segir ástandið í heimsmálum vera til umræðu þar. Ummæli og aðgerðir Trumps og Úkraínu stríðið væri mönnum efst í huga. Hann sagði ummæli Trumps um Selenskí vera „mjög ósanngjörn“ og „hreinlega röng“. Þau væru mjög alvarleg og hættuleg. „Forseti Bandaríkjanna er að enduróma þekktan áróður frá Rússlandi. Þetta er mjög hættulegt.“ Michael Roth, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, segir að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum dögum. Hann sagði Trump enduróma áróður frá Rússum. Þessum áróðri hafi verið dreift um árabil en Roth sagðist aldrei hafa talið mögulegt að honum yrði einhvern tímann básúnað úr Hvíta húsinu. Þetta sagði Roth í sjónvarpsviðtali í morgun en hann sagði einnig að Evrópa stæði einsömul. Trump hefði tekið sér afstöðu með einræðisherrum og afleiðingarnar yrðu sársaukafullar. Hann sagði einnig erfitt að ímynda sér að Þýskaland myndi ekki koma að því að mögulega senda friðargæsluliða til Úkraínu í framtíðinni. Þrátt fyrir það yrði erfitt að tryggja frið í Úkraínu til langs tíma án Bandaríkjanna og því yrði að semja við Trump. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Sjá meira
Leiðtogar G7 hafa notað þetta orðalag í öllum sínum yfirlýsingum frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Þetta hafa blaðamenn Financial Times eftir heimildarmönnum sínum og segja þeir einnig að ekki sé ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ávarpa fundinn á mánudaginn eins og til stóð. Reuters segir svipaða sögu af drögum af yfirlýsingu sem leggja á fyrir allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafi neitað að leggja blessun þeirra á stuðningsyfirlýsingu við Úkraínu, landamæri ríkisins og fullveldi þar sem innrás Rússa er fordæmd. Undanfarin ár hefur sambærileg tillaga verið lögð fram með stuðningi yfirvalda í bandaríkjunum en heimildarmaður Reuters segir að rúmlega fimmtíu ríki hafi þegar lýst yfir stuðningi við hana að þessu sinni. Reiddist Selenskí Trump virðist hafa orðið reiður út í Selenskí þegar sá síðarnefndi biðlaði til Bandaríkjamanna í gærmorgun að hætta að dreifa áróðri frá Rússlandi um Úkraínu og innrás Rússa í Úkraínu. Bað hann Trump-liða um að virða sannleikann, samhliða því sem hann sagðist bera mikla virðingu fyrir Trump og Bandaríkjunum. Selenskí nefndi einnig að ummæli Trumps um magn hernaðaraðstoðar Bandaríkjamanna handa Úkraínumönnum væru ekki rétt. Forsetinn bandaríski birti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði Selenskí meðal annars einræðisherra og dreifði öðrum lygum um stríðið í Úkraínu, sem margar eiga rætur í Rússlandi. Ítrekaði hann orð sín svo aftur í gærkvöldi á ráðstefnu í Flórída. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, gagnrýndi Selenskí í viðtali við Fox News í dag og sagði ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir ástandinu í Úkraínu. Óásættanlegt væri að talað væri illa um Bandaríkin. Hann sagði Selenskí að draga úr árásum á Trump og skrifa undir umdeilt samkomulag sem Bandaríkjamenn lögðu á borð hans á dögunum. Það samkomulag felur í sér að veita Bandaríkjunum eignarrétt á stórum hluta náttúruauðlinda Úkraínu, án nokkurra öryggistrygginga. Selenskí hefur neitað að skrifa undir samkomulagið. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma „Skrifaðu undir samkomulagið,“ sagði Waltz. Segja ummæli Trumps hættuleg Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í samtali við E24 í dag að Trump væri að enduróma áróður frá Rússlandi. Eide er staddur á fundi G20 ríkjanna í Suður-Afríku og segir ástandið í heimsmálum vera til umræðu þar. Ummæli og aðgerðir Trumps og Úkraínu stríðið væri mönnum efst í huga. Hann sagði ummæli Trumps um Selenskí vera „mjög ósanngjörn“ og „hreinlega röng“. Þau væru mjög alvarleg og hættuleg. „Forseti Bandaríkjanna er að enduróma þekktan áróður frá Rússlandi. Þetta er mjög hættulegt.“ Michael Roth, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, segir að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna hafi tekið stakkaskiptum á undanförnum dögum. Hann sagði Trump enduróma áróður frá Rússum. Þessum áróðri hafi verið dreift um árabil en Roth sagðist aldrei hafa talið mögulegt að honum yrði einhvern tímann básúnað úr Hvíta húsinu. Þetta sagði Roth í sjónvarpsviðtali í morgun en hann sagði einnig að Evrópa stæði einsömul. Trump hefði tekið sér afstöðu með einræðisherrum og afleiðingarnar yrðu sársaukafullar. Hann sagði einnig erfitt að ímynda sér að Þýskaland myndi ekki koma að því að mögulega senda friðargæsluliða til Úkraínu í framtíðinni. Þrátt fyrir það yrði erfitt að tryggja frið í Úkraínu til langs tíma án Bandaríkjanna og því yrði að semja við Trump.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03 Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Sjá meira
Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20. febrúar 2025 07:03
Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19. febrúar 2025 23:37
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17