Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 21:04 Jón Pétur Zimsen hefur sterkar skoðanir á áföstum töppum. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum. Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum drykkjarvara. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mældi með frumvarpinu og sagði fyrr í dag að almennir neytendur myndu ekki finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Mál áföstu tappanna hefur verið mjög umdeilt meðal neytenda. Málið er einnig umdeilt meðal þingmanna. Þónokkrir þingmenn virðast mjög ósáttir með frumvarpið og kvarta meðal annars yfir að tappinn klóri nefið og tapparnir leiði til þess að fólk sulli ítrekað gosdrykkjunum á sig sjálft. „Hér er einn eitt málið á ferðinni sem viðrist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en það þarf að vera,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Þá spyr hann hvort að þörf sé á þessari löggjöf þar sem að 94 prósent drykkjaríláta skili sér í endurvinnslu með tappanum á. Jóhann Páll benti á að að þessi sex prósent samsvari rúmlega þremur milljónum flaskna án tappa. Áfastir tappar hafi eyðilagt heilu veislurnar Einna hæst heyrðist í Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem sagði af ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hún felld. „Reglur sem geri meira ógagn eru einhvern veginn þannig að fólk reyni að brjóta þær,“ sagði Jón Pétur. Mikil óánægjubylgja hafi risið í samfélaginu þar sem tapparnir flækist fyrir neytendum. Jón Pétur bendir sérstaklega á skyrdrykki og segir það ómögulegt að drekka þannig drykk án þess að sulla yfir sig. Þá séu einstaklingar líklegri til þess að rífa tappann af og henda honum burt í stað þess að skrúfa hann aftur á. „Þegar þú beygir hann niður er ekkert víst að hann muni haldast þar. Þegar maður er í miðri bunu að hella úr flösku eða drekka þá getur hann skotist inn í bununa, og þetta þekkja allir, þetta er jafnvel spaugilegt en þetta þekkja allir, og þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ segir Jón Pétur. Auk þess að eyðileggja veislur geti þeir líka valdið áverkum. „Það rispar og það er ekki gott. Það gæti aukið möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð,“ segir hann. Hefur áhyggjur af ofþornun eldri borgara Það sé meðal annars erfitt fyrir börn og eldri einstaklinga að skrúfa tappana af og að halda honum frá gatinu. Að sögn Jón Péturs geti það valdið ofþornun meðal eldri borgara sem geti ekki opnað flöskurnar. Auk líkamlegra erfiðleika valdi áföstu tapparnir einfaldlega reiði meðal neytenda sem reyni að opna, eða loka, flöskunum. „Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ segir Jón Pétur. Hann lýsti því síðan með miklum tilþrifum þegar hann lenti sjálfur í því að tappinn hafi ekki verið skrúfaður nægilega vel á. Drykkur í þess konar flösku hafi eyðilagt muni í töskuna þar sem að taskan lak. Jón Pétur nefndi fleiri vankanta tappanna, svo sem lélega innsiglingu. Þá hægi þeir á hagkerfinu þar sem fólk neyti að kaupa flöskur með áföstum töppum.
Umhverfismál Neytendur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira