Haaland sneri aftur og var hetjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2025 21:30 Erling Haaland tryggði Manchester City sigur á Tottenham með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu. ap/frank augstein Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sneri Erling Haaland aftur í lið Manchester City og skoraði eina markið í 0-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var tuttugasta mark Haalands í deildinni en hann er næstmarkahæstur á eftir Mohamed Salah hjá Liverpool. Mark Haalands kom á 12. mínútu en hann skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu frá Jérémy Doku. Haaland skoraði aftur í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna hendi. City, sem hefur orðið Englandsmeistari fjögur ár í röð, er í 4. sæti deildarinnar með 47 stig. Tottenham, sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, er í 13. sæti með 33 stig. Enski boltinn
Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sneri Erling Haaland aftur í lið Manchester City og skoraði eina markið í 0-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var tuttugasta mark Haalands í deildinni en hann er næstmarkahæstur á eftir Mohamed Salah hjá Liverpool. Mark Haalands kom á 12. mínútu en hann skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu frá Jérémy Doku. Haaland skoraði aftur í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna hendi. City, sem hefur orðið Englandsmeistari fjögur ár í röð, er í 4. sæti deildarinnar með 47 stig. Tottenham, sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, er í 13. sæti með 33 stig.