Skoðun

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti sam­nefnari launaþróunar

Davíð Már Sigurðsson skrifar

Til hamingju kennarar. Ötul og jafnvel hörð stéttabarátta hefur skilað tilætluðum árangri. Það var loksins lagt af stað með í þá vegferð að uppfylla samkomulagið frá 2016. En hvað sem því líður þá eru þeir sem sjá einhverjum ganga vel og hugsa strax: En hvað með mig? Það er svo ósanngjarnt að einhver annar græði.

Þetta kom strax fram frá toppum Starfsgreinasambandsins og Eflingar. Þau gátu ekki staðið saman í síðustu kjarasamningum, en þau geta samt verið saman í liði ef Kennarar ná fram kjaraleiðréttingu. Sigga hjá Samtökum atvinnulífsins hafði líka þungar áhyggjur af þessum samning. Hún er auðvitað rekstrarmanneskja og hefur áhyggjur af fjármagni. Kennarar mega ekki hafa það of gott. Gott að þau sem mest hafa og þau sem minnst hafa geta sammælst um eitthvað.

Þá velti ég fyrir mér. Hvar endar það. Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari í launaþróun. Má þeim ekki ganga vel í sinni baráttu?

Viljum við ekki að það sé hvati til að verða menntaður kennari? Svo það sé jafnvel sýjað inn en það komist ekki bara allir og amma þeirra í gegn og kennaranám sé það ekki lægsti samnefnari háskólagráðu. Heldur að þar safnist saman þeir bestu af hinum bestu.

Ef það verður keyrt áfram á þessari stefnu er enginn fjárhagslegur hvati til að sækja sér menntun í fræðslustarfsemi. Tilgangur kjarabaráttu kennara var að auka hlutfall menntaðra kennara og leiðrétta kjör þeirra. Ekki halda áfram að minnka launabilið milli lærðra og faglærðra. Eða sjá til þess að ræstingafólk sé á sömu launum og við.

Fyrir mitt leiti vill ég samgleðjast þegar einhverju gengur vel. Kannski er ég bara of mikill kennari í mér.

Höfundur er kennari.




Skoðun

Sjá meira


×