Fótbolti

Bayern kom til baka gegn Stutt­gart

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Michael Olise skoraði fyrsta mark Bayern.
Michael Olise skoraði fyrsta mark Bayern. Getty Images/Sven Hoppe

Bayern München vann 3-1 útisigur á Stuttgart eftir að lenda marki undir þegar liðin mættust í efstu deild þýska karlafótboltans.

Angelo Stiller kom Stuttgart yfir eftir rúmlega hálftíma en gestirnir létu það ekki á sig fá og Michael Olise jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndu gestirnir svo mátt sinn og megin.

Hinn sterkbyggði Leon Goretzka kom Bæjurum yfir á 64. mínútu áður en varamaðurinn Kingsley Coman gulltryggði sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á MHP-vellinum í Stuttgart 1-3 og Bayern komið með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bayern er nú með 61 stig á meðan meistarar Bayer Leverkusen eru með 50 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×