Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. mars 2025 08:31 Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar