Kennarar samþykkja kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. mars 2025 12:32 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink 92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira