Fylkir þurfti sigur til þess að komast upp fyrir Íslandsmeistara Blika og vann leikinn 3-0.
Blikar voru með tíu stig og búnir að klára sína leiki en Fylkismenn hófu daginn tveimur stigum á eftir Breiðabliksliðinu.
Fylkisliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppninni og tapaði engum því hinir tveir enduðu með jafntefli.
Aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í undanúrslit keppninnar.
Fylkir komst yfir strax á annarri mínútu og eftir það var allt miklu léttara. Hin mörkin komu þó ekki fyrr en í seinni hálfleiknum.