Innlent

Einn fluttur á spítala eftir al­var­legt slys við Flúðir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust eftir klukkan níu í morgun.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust eftir klukkan níu í morgun. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðarslys við Flúðir.

Nokkur fjöldi viðbragðsaðila hefur komið að aðgerðum á vettvangi vegna slyssins, þar á meðal viðbragðseining Brunavarna Árnessýslu, vettvangsliðar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Útkall barst klukkan 09:05.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að þyrlusveitin hafi verið kölluð út laust eftir klukkan níu í morgun. Einn hafi verið fluttur á Landspítalann Fossvogi til aðhlynningar.

Þyrlan sé nýlent við spítalann.

Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Um er að ræða árekstur tveggja bíla. Tveir menn voru í bílunum og samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki hægt að segja til um ástand þeirra að svo stöddu. Rannsókn stendur yfir á vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×