Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:00 Erla Talía er meðal keppanda í Ungfrú Ísland. „Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Erla Talía Einarsdóttir. Aldur? 18 ára. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Skemmtileg, ljúf, kraftmikil. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef verið með rautt, svart, bleikt og brúnt hár. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Jennifer Lawrence. Hvað hefur mótað þig mest? Barbie. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það var keyrt á mig á 70 kílómetra hraða og ég flaug í þrjá hringi. Ég þurfti að vera rúmliggjandi í einn mánuð. Mamma mín kom mér í gegnum þann tíma með daglegum trúðadönsum fyrir framan rúmið mitt ásamt því að horfa Love island. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni fyrir að vera svona sterk kona bæði andlega og líkamlega. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Súkkulaði, sólin og ást. Hvernig tekstu á við stress og álag? Anda í kassa: „Anda inn í fjórar sekúndur, halda inni í fjórar sekúndur, anda út í fjórar sekúndur, halda úti í fjórar sekúndur“. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það var einu sinni sagt við mig: „Þú lifir bara einu sinni, hafðu gaman af lífinu.“Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég var einu sinni í sundi og ég stakk mér út í djúpu laugina og sundbuxurnar mínar runnu af. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get hreyft augun mín í sitthvoru lagi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Sjálfstraust og einlægni. En óheillandi? Táfýla og óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er lofthræðsla og Alzheimer-sjúkdómurinn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig sem flugfreyju og sjálboðarliða fyrir einhvers konar dýra samtök, mögulega vera orðin móðir en aðallega hamingjusöm. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er Dadsanja, Lasagna sem frændi minn Davíð Sigurgeirsson gerir. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég elska Bohemian Rhapsody, en get ekki lofað því að ég sé góð. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég er í frekar stórri tónlistarfjölskyldu þannig ég er ekki viss. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég myndi allan daginn frekar vilja að eiga samskipti við fólk í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi vilja styrkja Barnaspítalann og heilbrigðiskerfið. Barnaspítalinn var mjög jákvæð upplifun fyrir mig þrátt fyrir að ég var slösuð þar sem ég fékk endalaust af ís og yndislegt starfsfólk sýndi mér mikla hlýju. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Hún yndislega amma mín hefur allt mitt líf hvatt mig áfram að fara í keppnina. Ég tók ákvörðunina að sækja um þegar ég sá á TikTok hvað ferlið væri upp byggjandi. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra hvað hópefli skiptir miklu máli í líf allra. Og ég hefði aldrei trúað því að væri svona skemmtilegt og eða frelsandi að fara í hæla og bikiní tvisvar í viku og læra að dansa, labba, hlaupa, snúningar og fleira fyrir framan hóp af stelpum. Mér þykir svo vænt um þennan hóp og ég hlakka til að fara með þeim á stóra sviðið. Mér finnst ég meira og meira læra að elska sjálfa mig eins og ég er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Heilbrigðiskerfið á Íslandi. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Til að verða Ungfrú Ísland þarf maður að vera sjálfsöruggur, jákvæður og góð fyrirmynd. Það skiptir ekki bara máli að vera fallegur að utan heldur líka að hafa hlýtt hjarta og bera virðingu fyrir öðrum. Umburðarlyndi, metnaður og góð orka gera manneskjuna að sanni fallega! Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Að taka þátt í Ungfrú Ísland hefur alltaf verið stór draumur hjá mér, og amma mín hefur alltaf hvatt mig áfram. Ég elska að kynnast nýju fólki, vaxa sem manneskja og nýta þetta tækifæri til að hafa jákvæð áhrif. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera! Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að stærsta vandamálið okkar kynslóðar sé óraunhæfur þrýstingur frá samfélagsmiðlum. Við erum stöðugt að bera saman okkur við fullkomnar myndir sem valda kvíða, “FOMO”, þunglyndi og þeim erfiðleikum að tengjast raunveruleikanum og náttúrunni. Auk þess gerir hækkandi húsnæðiskostnaður og önnur fjárhagsleg vandamál daglegt líf erfitt. Til að leysa þetta þurfum við að styrkja sjálfsmynd okkar, tala opinskátt um tilfinningar og stuðla að raunverulegum tengslum, bæði við fólk og náttúru. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst gamla góða línan lýsa þessu dæmi mjög vel “don’t judge a book by its cover”. Þetta snýst um miklu meira en bara fegurð, þetta snýst um innri persónu og styrkleika, og hvað þú hefur fram að færa. Ferlið er mjög styrkjandi fyrir líkama og sál. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Erla Talía Einarsdóttir. Aldur? 18 ára. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Skemmtileg, ljúf, kraftmikil. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég hef verið með rautt, svart, bleikt og brúnt hár. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Jennifer Lawrence. Hvað hefur mótað þig mest? Barbie. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Það var keyrt á mig á 70 kílómetra hraða og ég flaug í þrjá hringi. Ég þurfti að vera rúmliggjandi í einn mánuð. Mamma mín kom mér í gegnum þann tíma með daglegum trúðadönsum fyrir framan rúmið mitt ásamt því að horfa Love island. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni fyrir að vera svona sterk kona bæði andlega og líkamlega. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Súkkulaði, sólin og ást. Hvernig tekstu á við stress og álag? Anda í kassa: „Anda inn í fjórar sekúndur, halda inni í fjórar sekúndur, anda út í fjórar sekúndur, halda úti í fjórar sekúndur“. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það var einu sinni sagt við mig: „Þú lifir bara einu sinni, hafðu gaman af lífinu.“Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég var einu sinni í sundi og ég stakk mér út í djúpu laugina og sundbuxurnar mínar runnu af. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get hreyft augun mín í sitthvoru lagi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Sjálfstraust og einlægni. En óheillandi? Táfýla og óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er lofthræðsla og Alzheimer-sjúkdómurinn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig sem flugfreyju og sjálboðarliða fyrir einhvers konar dýra samtök, mögulega vera orðin móðir en aðallega hamingjusöm. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er Dadsanja, Lasagna sem frændi minn Davíð Sigurgeirsson gerir. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég elska Bohemian Rhapsody, en get ekki lofað því að ég sé góð. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég er í frekar stórri tónlistarfjölskyldu þannig ég er ekki viss. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég myndi allan daginn frekar vilja að eiga samskipti við fólk í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi vilja styrkja Barnaspítalann og heilbrigðiskerfið. Barnaspítalinn var mjög jákvæð upplifun fyrir mig þrátt fyrir að ég var slösuð þar sem ég fékk endalaust af ís og yndislegt starfsfólk sýndi mér mikla hlýju. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Hún yndislega amma mín hefur allt mitt líf hvatt mig áfram að fara í keppnina. Ég tók ákvörðunina að sækja um þegar ég sá á TikTok hvað ferlið væri upp byggjandi. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra hvað hópefli skiptir miklu máli í líf allra. Og ég hefði aldrei trúað því að væri svona skemmtilegt og eða frelsandi að fara í hæla og bikiní tvisvar í viku og læra að dansa, labba, hlaupa, snúningar og fleira fyrir framan hóp af stelpum. Mér þykir svo vænt um þennan hóp og ég hlakka til að fara með þeim á stóra sviðið. Mér finnst ég meira og meira læra að elska sjálfa mig eins og ég er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Heilbrigðiskerfið á Íslandi. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Til að verða Ungfrú Ísland þarf maður að vera sjálfsöruggur, jákvæður og góð fyrirmynd. Það skiptir ekki bara máli að vera fallegur að utan heldur líka að hafa hlýtt hjarta og bera virðingu fyrir öðrum. Umburðarlyndi, metnaður og góð orka gera manneskjuna að sanni fallega! Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Að taka þátt í Ungfrú Ísland hefur alltaf verið stór draumur hjá mér, og amma mín hefur alltaf hvatt mig áfram. Ég elska að kynnast nýju fólki, vaxa sem manneskja og nýta þetta tækifæri til að hafa jákvæð áhrif. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera! Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að stærsta vandamálið okkar kynslóðar sé óraunhæfur þrýstingur frá samfélagsmiðlum. Við erum stöðugt að bera saman okkur við fullkomnar myndir sem valda kvíða, “FOMO”, þunglyndi og þeim erfiðleikum að tengjast raunveruleikanum og náttúrunni. Auk þess gerir hækkandi húsnæðiskostnaður og önnur fjárhagsleg vandamál daglegt líf erfitt. Til að leysa þetta þurfum við að styrkja sjálfsmynd okkar, tala opinskátt um tilfinningar og stuðla að raunverulegum tengslum, bæði við fólk og náttúru. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst gamla góða línan lýsa þessu dæmi mjög vel “don’t judge a book by its cover”. Þetta snýst um miklu meira en bara fegurð, þetta snýst um innri persónu og styrkleika, og hvað þú hefur fram að færa. Ferlið er mjög styrkjandi fyrir líkama og sál.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira
„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06
„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01
„Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01
Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02