Íslenski boltinn

Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæk­lingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samúel Kári Friðjónsson fær bara tveggja leikja bann og þarf ekki að taka það út í Bestu deildinni.
Samúel Kári Friðjónsson fær bara tveggja leikja bann og þarf ekki að taka það út í Bestu deildinni. Stjarnan/S2 Sport

Stjörnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson getur þakkað fyrir það að fá bara tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum á dögunum.

Samúel braut þá mjög illa á Gabríel Hrannari Eyjólfssyni leikmanni KR og fékk skiljanlega að líta rauða spjaldið fyrir brotið.

Samúel, fær sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur nú bætt einum leik ofan á það vegna ofsalegrar framkomu.

Samúel missir þó ekki af leik í Bestu deildinni þótt að Stjarnan hafi spilað sinn síðasta leik í Lengjubikarnum í ár. Leikbannið gildir aðeins í Lengjubikarnum og leikbannið hans færist því yfir á næsta tímabil.

Samúel baðst afsökunar og sá eftir tæklingunni í viðtali við Fótbolta.net. „Og algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir, bæði sem leikmaður og persóna. Svona á ekki að gerast á vellinum," sagði Samúel.

„Ég er búinn að tala við bæði Óskar og Gabríel og biðjast afsökunar og menn hafa skilið sáttir. Mikilvægast er að Gabríel hafi ekki slasast," sagði Samúel.

Það má sjá tæklinguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×