Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2025 15:32 Donald Trump kom fyrir í lýsingu frá spennandi leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. ap/pool Afar sérstök ummæli féllu í lýsingu frá leik í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, um Ísland og Donald Trump. Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti