Lífið

Fimm konur í dóm­nefnd Ung­frú Ís­land

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fimm konur sitja í dómnefnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram þann 3. apríl næstkomandi.
Fimm konur sitja í dómnefnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram þann 3. apríl næstkomandi.

Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Dómarar í ár eru Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og Ólympíufari, Sólrún Lilja Diego áhrifavaldur, Brynja Dan Gunnarsdóttir, athafnakona og frumkvöðull, Elísabet Hulda Snorradóttir, Ungfrú Ísland árið 2020, og Hanna Rún Bazev Óladóttir atvinnudansari.

Í fréttatilkynningu frá Ungfrú Ísland segir:

„Afnám ýmissa takmarkanna á þátttakendur gera keppnina að sannkallaðri veislu fyrir konur á öllum aldri og öllum lífsskeiðum.

Ungfrú Ísland 2025, undankeppni Miss Universe 2025, tilkynnir með stolti dómnefnd keppninnar í ár. Um úrvalslið er að ræða, enda skipa dómnefndina í ár einar glæsilegustu konur landsins sem hafa á afrekaskrá sinni sigra í menningu, listum, íþróttum og atvinnulífi. 

Hin alþjóðlega Miss Universe keppni hefur nýlega breytt reglum töluvert hvað varðar þátttakendur og hafa til að mynda aldurstakmörk verið fjarlægð. Hin íslenska undankeppni, Ungfrú Ísland, hefur svo sannarlega notið góðs af því, og er þátttakendahópurinn fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr.“

Keppnin verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð2 Vísi. Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, mun krýna arftaka sinn, en Sóldís keppti fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe sem fór fram í Mexíkó í fyrra.

Sjá: Sóldís Vala er Ungfrú Ísland.

Frekari upplýsingar um keppnina má finna á vefsíðu Miss Universe Iceland. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.