Íslenski boltinn

Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undan­úr­slitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fögnuðu í Laugardalnum í kvöld.
Valskonur fögnuðu í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Anton

Valskonur komust í kvöld í undanúrslit Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Þrótti í lokaleik riðilsins en spilað var í Laugardalnum.

Þór/KA var komið áfram en bæði Valur og Þróttur gátu fylgt norðankonum i undanúrslitin.

Helena Ósk Hálfdánardóttir var hetja Valsliðsins því hún skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Hún hafði komið inn á sem varamaður.

Valur endar í öðru sæti riðils eitt í A-deild með jafn mörg stig og topplið Þór/KA sem er með betri markatölu.

Valur mætir Breiðabliki í undanúrslitum en Þór/KA mætir annað hvort FH eða Víkingi. Það kemur í ljós á föstudaginn hvort liðið fylgir Breiðabliki áfram upp úr hinum riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×