Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira