Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar 20. mars 2025 10:02 Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Töfrar félagslegra samskipta Ein af grunnþörfum fólks er að finna að það tilheyri einhverju sem er stærra, meira, og merkilegra en það er eitt og sér. Þannig leitast fólk við að skapa, móta og taka þátt í samfélagi með öðrum. Félagslegum þörfum þess er sinnt í gegnum félagsleg samskipti sem leysa úr læðingi þá félagslegu töfra sem gera heildina að einhverju meiru og merkilegra en summu eininganna sem mynda hana (e. emergence), og lýsa má með jöfnunni 1+1=3. Þannig stuðla félagslegir töfrar að heilbrigði einstaklinga, gera hóp að liði og samfélag og samfélagi. Félagslegir töfrar spretta upp úr félagslegum samskiptum og myndast í gagnverkandi samspili félagslegra og lífeðlisfræðilegra þátta. Þeir eru forsenda heilbrigðis bæði einstaklinga og samfélags. Í gegnum samneyti við aðra – á milli tveggja einstaklinga eða hópa af fólki – verður fólk ekki einungis fyrir áhrifum af því sem sagt er, heldur ekki síður fyrir áhrifum af svipbrigðum, líkamstjáningu, lykt, snertingu, nánd og þeirri stemningu sem það skynjar í samskiptunum. Bein samskipti manna á milli hafa þannig mikla yfirburði yfir samskipti í gegnum skjái sem útmá mikilvægan hluta samskipta og áhrif þeirra. Rannsóknir í taugavísindum staðfesta mikilvægi beinna og heilbrigðra samskipta fyrir tengsl og líðan fólks. Slík samskipti hafa áhrif á heilastarfsemi fólks, og þar með líðan þess, þar sem þau örva myndun boðefna og hormóna, eins og dópamíns, oxytocíns, og endorfíns, sem auka vellíðan einstaklinga og samheldni manna á milli. Félagslegir töfrar eru þannig bæði raunverulegir og náttúrulegir þar sem áhrif þeirra eru allt í senn hugræn, tilfinningaleg, og líffræðileg. Félagsleg dvínun Félagslegum töfrum stendur ógn af ákveðinni þróun tengdri nútímavæðingunni, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir velsæld og hamingju fólks og heilbrigði samfélagsins. Sá tíðarandi sem svífur yfir vötnum þessi misserin einkennist af þeim ranghugmyndum að einstaklingar séu sjálfum sér nægir, þeir eigi ekki að ónáða aðra, að fólk sé vont, og að heimurinn sé hættulegur. Í slíkum tíðaranda þverra tengslin á milli fólks, sem skilur einstaklinga eftir meira einmana og utangátta. Þannig byggir hin svokallaða tæknilega skynsemisvæðing nútímans (e. technological rationalization) á upphafningu hugmynda um aukið hagræði og skilvirkni samfélagins á tæknilegum forsendum á kostnað félagslegra samskipta manna á milli, sem eru afgreidd sem óþarfa slæpingsháttur og tímasóun. Þessum hugmyndum óx fiskur um hrygg í Covid faraldrinum þar sem tæknilausnir fólu í sér meiri skilvirkni og áður óþekkt þægindi fyrir daglegt líf fólks. Fólk þurfti ekki lengur að fara út úr húsi til að vinna, versla eða eiga samskipti við aðra. En þessi þægindi hafa þær afdrifaríku aukaverkanir að það grefur undan þátttöku fólks í nærsamfélaginu og fólk einangrast heima hjá sér sem og innan bergmálshella internetsins. Þannig má almennt greina minni þátttöku fólks í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins nú en fyrir faraldurinn. Afleiðingar þess eru meðal annars aukin firring sem endurspeglast í auknum einmanaleika, angist og kvíða, og minni hamingju – sem fólk reynir þess í stað að kaupa af hinum ört stækkandi neysluiðnaði – sem og í auknum brestum í sjálfri samfélagsgerðinni. Í stóra samhengi hlutanna má halda því fram að á meðan hnattræn hlýnun ógnar öllu lífi á jörðinni, þá ógnar félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Félagsleg þátttaka sem forsenda hamingju Hamingja fólks getur falist í hinu og þessu. En grundvallarforsenda fyrir hamingju fólks liggur í félagslegum tengslum og félagslegu heilbrigði þess. Félagsleg þátttaka spilar þar lykilhlutverk. Félagsleg heilsa sem mótast af samveru, samvitund og samskiptum fólks, er ekki síður mikilvæg en líkamleg og andlega heilsa. Og jafnvel má segja að félagsleg heilsa sé forsenda annarrar heilsu. Samfélag þarf því að efla félagslega virkni fólks og skapa þannig forsendur fyrir myndun félagslegra töfra, með þvi að koma því saman en ekki einangra það. Það þarf að skapa fólki farveg til að tilheyra samfélagi með öðrum í gegnum aukna þátttöku í samfélaginu með tilheyrandi samveru og samskiptum. Samfélagið þarf meiri félagslega töfra frekar en minni, þvert á það sem samfélagsþróunin gengur út á þessi misserin. Niðurstöður úr þekktri langtímarannsókn fræðafólks við Harvard háskóla á því hvað veitir fólki raunverulega hamingju í lífinu endurspeglar inntak þessarar greinar, en þar segir: „Góð samskipti gera okkur heilbrigðari og hamingjusamari. Punktur“. Til hamingju með Alþjóðlega hamingjudaginn! Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar