Mikael ferðaðist ekki með íslenska landsliðinu frá Spáni, þar sem að liðið undirbjó sig, til Kósovó í gær heldur hélt heim til Danmerkur og síns félagsliðs AGF. Ísland og Kósovó mætast í fyrri leik sínum í umspilinu í Pristina í kvöld.
Aðspurður hvort hann hafi verið búinn að ætla Mikael sæti í byrjunarliðinu fyrir leik kvöldsins sagðist Arnar hafa ætlað honum stórt hlutverk í leikjunum tveimur gegn Kósovó.
„Ég var bara búinn að ætla honum stórt hlutverk í þessum tveimur leikjum. Stórt hlutverk er stundum í byrjunarliðinu og stundum felst það í því að koma inn sem varamaður. Þetta er bara leiðinlegt. Mikael var mjög leiður yfir þessu og ég líka en við töldum þetta bestu ákvörðunina fyrir hann og hans félagslið. Við reynum að vera fagmannlegir í öllum svona aðgerðum. Vonandi verður hann bara heill í næstu leikjum fyrir sitt félag og tilbúinn í átökin í sumar."
Leikur Íslands og Kósovó verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst leikurinn klukkan korter í átta í kvöld. Upphitun fyrir leik hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan korter yfir sjö.