Brassar unnu leikinn, 2-1. Raphinha kom þeim yfir með marki úr vítaspyrnu á 6. mínútu en Luis Díaz, samherji Alissons hjá Liverpool, jafnaði fyrir Kólumbíumenn skömmu fyrir hálfleik.
Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka skullu Alisson og Sánchez saman með þeim afleiðingum að markvörðurinn meiddist.
Alisson virkaði vankaður og þurfti að fá aðstoð læknis. Óttast var að hann væri með heilahristing og hann var því tekinn af velli. Í stað hans kom Bento, markvörður Al Nassr í Sádi-Arabíu.
Vinícius Júnior skoraði sigurmark Brasilíu með laglegu skoti þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Ekki liggur fyrir hvort Alisson verði eitthvað frá keppni en Brasilía mætir Argentínu í undankeppni HM á miðvikudaginn. Næsti leikur Liverpool er ekki fyrr en gegn Everton á Anfield 2. apríl. Rauði herinn er með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.