„Velkominn í heiminn litli drengur. Oscar Alexander Westwick,“ skrifaði Westwick og deildi fallegri mynd af fjölskyldunni.
Draumkennt brúðkaup á Ítalíu
Þau Westwick og Jackson gengu í hjónaband við litla athöfn þann 9. ágúst í fyrra í London á Connaught hótelinu. Nokkrum vikum síðar, eða þann 23. ágúst, fögnuðu hjónin ástinni með þriggja daga brúðkaupi á ítölsku eyjunni Amalfi. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.
Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm.
Ævintýralegt bónorð
Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad.
Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022.
Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.