Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 15:15 Kasper Schmeichel hefur mátt þola óvægna gagnrýni eftir tap Danmerkur gegn Portúgal á sunnudaginn. Getty/Miguel Lemos Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast