Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 6. apríl 2025 15:32 Áður voru hlutverk innan skólakerfisins aðgreind með skýrum hætti. Skólastjórnendur stjórnuðu skólunum, kennarar kenndu og nemendur hlýddu og lærðu. Í dag er þetta breytt þar sem ábyrgðin á námi nemenda er orðin sameiginleg þar sem allir aðilar skólasamfélagsins vinna saman að því markmiði að efla menntun, þar sem nemendur læra að bera ábyrgð á eigin námi. Þegar horft er til námsmats og árangurs má merkja skýra breytingu á áherslum. Í fortíðinni var megináhersla lögð á mælanlegan árangur og lokamat og þá sérstaklega í bóklegum greinum og það nýtt til að meta menntakerfið í heild sinni. Í dag er litið til námsferlis sem sjálfstæðs verðmætis þar sem áhersla er lögð á heildstæða námsreynslu nemenda þar sem þroski, vellíðan og virk þátttaka eru ekki síður mikilvæg en lokaárangur. Nútímalegir námshættir byggja á þeirri sýn að nemendur séu ólíkir, hafi mismunandi forsendur og þurfi fjölbreyttar leiðir til að ná árangri. Þeir eiga að taka virkan þátt í ákvarðanatöku um eigið nám ásamt kennurum. Þannig verða til raunveruleg námstækifæri og nemendur verða meðvitaðir um eigin námsframvindu. Markmið menntunar í nútímasamfélagi er ekki eingöngu að skila árangri á prófum, heldur að stuðla að aukinni farsæld. Nemendum er leiðbeint að heildstæðum þroska og hæfni til að taka þátt í samfélaginu af ábyrgð með hæfni til gagnrýninnar hugsunar. Á tíma innleiðingar farsældar hefur frammistöðuvæðing skólakerfisins undir sterkum áhrifum frá stjórnvöldum og atvinnulífinu ýtt undir kröfur um frekari stýringu, strangara eftirlit og aukið mat. Umræðan í garð kennara hefur oft verið óvægin og byggð á úreltum hugmyndum um skyldu þeirra til að skila mælanlegum árangri í bóklegum greinum. Það er nokkuð ljóst að matstækin sem þróuð voru á 19. og 20. öld henta illa því hlutverki sem menntun gegnir í dag. Mælingar verða að endurspegla núverandi tilgang menntunar sem er að styrkja sjálfstæði, gagnrýna hugsun og sköpun nemenda fremur en að styðja við kerfi sem grafa undan fjölbreytni og ólíkum eiginleikum. Nútíma skóli hefur skapað menningu þar sem nemendur hafa rödd, þar sem þeir hafa áhrif og vilja til að læra. Slík námsmenning eflir námsáhuga og viljann til að taka ábyrgð á eigin námi. Hún byggir á námsvitund, hæfni til að vilja „læra að læra“, og viðurkenningu á því að nám eigi sér stað í síbreytilegu félagslegu og menningarlegu samhengi. Með þessum hætti verða til varanleg námstækifæri. Ef markmið menntunar í dag er að efla farsæld, sjálfstæða hugsun og virka þátttöku í samfélaginu verðum við þá ekki að endurskoða hvernig við metum árangur og hvað við teljum raunverulega mikilvægt í námi? Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF og stjórn Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Áður voru hlutverk innan skólakerfisins aðgreind með skýrum hætti. Skólastjórnendur stjórnuðu skólunum, kennarar kenndu og nemendur hlýddu og lærðu. Í dag er þetta breytt þar sem ábyrgðin á námi nemenda er orðin sameiginleg þar sem allir aðilar skólasamfélagsins vinna saman að því markmiði að efla menntun, þar sem nemendur læra að bera ábyrgð á eigin námi. Þegar horft er til námsmats og árangurs má merkja skýra breytingu á áherslum. Í fortíðinni var megináhersla lögð á mælanlegan árangur og lokamat og þá sérstaklega í bóklegum greinum og það nýtt til að meta menntakerfið í heild sinni. Í dag er litið til námsferlis sem sjálfstæðs verðmætis þar sem áhersla er lögð á heildstæða námsreynslu nemenda þar sem þroski, vellíðan og virk þátttaka eru ekki síður mikilvæg en lokaárangur. Nútímalegir námshættir byggja á þeirri sýn að nemendur séu ólíkir, hafi mismunandi forsendur og þurfi fjölbreyttar leiðir til að ná árangri. Þeir eiga að taka virkan þátt í ákvarðanatöku um eigið nám ásamt kennurum. Þannig verða til raunveruleg námstækifæri og nemendur verða meðvitaðir um eigin námsframvindu. Markmið menntunar í nútímasamfélagi er ekki eingöngu að skila árangri á prófum, heldur að stuðla að aukinni farsæld. Nemendum er leiðbeint að heildstæðum þroska og hæfni til að taka þátt í samfélaginu af ábyrgð með hæfni til gagnrýninnar hugsunar. Á tíma innleiðingar farsældar hefur frammistöðuvæðing skólakerfisins undir sterkum áhrifum frá stjórnvöldum og atvinnulífinu ýtt undir kröfur um frekari stýringu, strangara eftirlit og aukið mat. Umræðan í garð kennara hefur oft verið óvægin og byggð á úreltum hugmyndum um skyldu þeirra til að skila mælanlegum árangri í bóklegum greinum. Það er nokkuð ljóst að matstækin sem þróuð voru á 19. og 20. öld henta illa því hlutverki sem menntun gegnir í dag. Mælingar verða að endurspegla núverandi tilgang menntunar sem er að styrkja sjálfstæði, gagnrýna hugsun og sköpun nemenda fremur en að styðja við kerfi sem grafa undan fjölbreytni og ólíkum eiginleikum. Nútíma skóli hefur skapað menningu þar sem nemendur hafa rödd, þar sem þeir hafa áhrif og vilja til að læra. Slík námsmenning eflir námsáhuga og viljann til að taka ábyrgð á eigin námi. Hún byggir á námsvitund, hæfni til að vilja „læra að læra“, og viðurkenningu á því að nám eigi sér stað í síbreytilegu félagslegu og menningarlegu samhengi. Með þessum hætti verða til varanleg námstækifæri. Ef markmið menntunar í dag er að efla farsæld, sjálfstæða hugsun og virka þátttöku í samfélaginu verðum við þá ekki að endurskoða hvernig við metum árangur og hvað við teljum raunverulega mikilvægt í námi? Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF og stjórn Félags sérkennara á Íslandi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun