Aðalhúsið, sem byggt var úr timbri árið 2005, er um 140 fermetrar að stærð og fylgir fimmtán fermetra gestahús og tíu fermetra geymsluskúr, sem gerir heildarstærðina um 165 fermetra.
Íbúðarrýmið er vel skipulagt með rúmgóðri stofu, uppteknu lofti, arni og opnu eldhúsi með eikarinnréttingu og svörtum borðplötum. Á gólfum eru eikarparket og flísar, og panilklæddir veggir gefa húsinu hlýlegt yfirbragð. Umhverfis húsið er rúmlega 200 fermetra sólpallur með nýlegum heitum potti, útisturtu og góðri aðstöðu til samveru.
Svefnpláss er fyrir allt að tuttugu manns í sex svefnherbergjum, þar af fjögur í aðalhúsinu og eitt með baðherbergi í gestahúsinu. Óskað er eftir tilboði í eignina.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





