Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 15:00 Danski framherjinn Rasmus Höjlund tryggði Manchester United jafntefli á móti Bournemouth. Getty/Dan Mullan Manchester United náði að bjarga stigi í uppbótatíma í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Danski framherjinn Rasmus Höjlund skoraði jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu uppbótatímans. Hann stýrði þá inn skoti Manuel Ugarte af stuttu færi. Bournemouth hafði þá verið manni færri frá sjötugustu mínútu leiksins. United var búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð og það stefndi í þann þriðja í röð þegar sá danski náði að pota inn jöfnunarmarkinu. Þetta var fyrsta deildarmark Danans síðan um miðjan mars. Leikurinn skipti United liðið svo sem ekki miklu máli en það er hins vegar allt undir á fimmtudaginn í fyrri undanúrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Frammistaðan í síðustu leikjum boðar aftur á móti ekki gott fyrir þann leik. Leikmenn United hafa aðeins náð í tvö stig úr síðustu fimm deildarleikjum sínum og liðið er í fjórtánda sæti. Antoine Semenyo kom Bournemouth í 1-0 á 23. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir laglega sendingu frá Evanilson. Umræddur Evanilson var síðan rekinn af velli á 70. mínútu eftir að dómarinn fór í skjáinn og breytti gulu spjaldi hans í rautt. Eftir það reyndu heimamenn að halda þetta út og það munaði ekki miklu að það tækist. Enski boltinn
Manchester United náði að bjarga stigi í uppbótatíma í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Danski framherjinn Rasmus Höjlund skoraði jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu uppbótatímans. Hann stýrði þá inn skoti Manuel Ugarte af stuttu færi. Bournemouth hafði þá verið manni færri frá sjötugustu mínútu leiksins. United var búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð og það stefndi í þann þriðja í röð þegar sá danski náði að pota inn jöfnunarmarkinu. Þetta var fyrsta deildarmark Danans síðan um miðjan mars. Leikurinn skipti United liðið svo sem ekki miklu máli en það er hins vegar allt undir á fimmtudaginn í fyrri undanúrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Frammistaðan í síðustu leikjum boðar aftur á móti ekki gott fyrir þann leik. Leikmenn United hafa aðeins náð í tvö stig úr síðustu fimm deildarleikjum sínum og liðið er í fjórtánda sæti. Antoine Semenyo kom Bournemouth í 1-0 á 23. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir laglega sendingu frá Evanilson. Umræddur Evanilson var síðan rekinn af velli á 70. mínútu eftir að dómarinn fór í skjáinn og breytti gulu spjaldi hans í rautt. Eftir það reyndu heimamenn að halda þetta út og það munaði ekki miklu að það tækist.