Lífið

Þór­hildur og Hjalti eiga von á barni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þórhildur og Hjalti ásamt syninum Hilmi.
Þórhildur og Hjalti ásamt syninum Hilmi.

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á barni.

Þessu greina Þórhildur og Hjalti frá í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum en þetta er annað barn parsins. Fyrir eiga þau sex ára soninn Hilmi.

„Getum ekki beðið eftir ágúst þegar við verðum loksins fjögur,“ skrifa þau við færsluna.

Þórhildur er annar stjórnanda hlaðvarpsins Eftirmál auk Nadine Guðrúnar Yaghi auk þess að vera framkvæmdastjóri Brú Strategy. Fyrir það var hún fréttamaður hjá Stöð 2 og Rúv. Hjalti er einn stofnenda Kjarnans en starfar nú sem forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.