Lífið

Michael Bolton með ó­læknandi krabba­mein

Jón Þór Stefánsson skrifar
Veikindi Michael Bolton komu í ljós eftir að hann lét undarlega í keiluferð fjölskyldunnar.
Veikindi Michael Bolton komu í ljós eftir að hann lét undarlega í keiluferð fjölskyldunnar. Getty

Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu.

Hann opnar sig um veikindin í viðtali við People.

Fyrir um sextán mánuðum fór Bolton í aðgerð vegna veikindanna þar sem heilaæxli var fjarlægt og hefur síðan dregið sig úr sviðsljósinu.

Bolton er hvað þekktastur fyrir slagarann How Am I Supposed to Live Without You og ábreiðu sína á laginu When a Man Loves a Woman.

Í öðru viðtali People, sem birtist samhliða hinu, lýsir dóttir Bolton, Taryn, einkennunum sem urðu til þess að hann var greindur með krabbameinið.

Í nóvember 2023 var Bolton að spila á góðgerðartónleikum á einkaeyju auðjöfursins Richard Branson þegar hann átti erfitt með að halda jafnvægi. Þá hélt hún að hann væri bara orðinn gamall og þreyttur, og undir miklu álagi.

Síðan einhverjum vikum seinna var fjölskyldan í keilu þegar hann skaut ítrekað utan brautar, og féll úr stól. Þetta þótti fjölskyldunni óvanalegt, Bolton væri í góðu formi og drykki ekki áfengi. Þau vissu því að eitthvað væri að.

Skömmu síðar kom í ljós að hann væri með heilaæxli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.