Innlent

Eldur í bíl við fjöl­býlis­hús í Urriðaholti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Aðsend

Eldur kviknaði í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um fimmleytið í nótt.

Að sögn vakthafanda hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru bílar kallaðir út frá þremur stöðvum en einum hópnum var snúið við þegar ljóst var að umfang eldsins var minna en ætlast var.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og enginn hætta var á að eldinum tækist að dreifa sér. Bíllinn er ónýtur en engar aðrar skemmdir urðu.

Eldsupptökin eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×