Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2025 07:33 Söngkonan Yuval Raphael keppir í Eurovision í Basel í næstu viku fyrir Ísrael. Ríki sem á í blóðugu stríði og hefur verið sakað um þjóðarmorð. Mynd 1: EBU/Shai Franco/Tedy Productions LTD. Mynd 2: Getty/Philipp von Ditfurth. Mynd 3: Getty/Mahmoud Issa Vísir Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. Í gær bættist írska ríkisútvarpið í hóp þeirra sem hafa kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsreksturs Ísraels á Gasa. Það höfðu fulltrúar Íslands, Spánar og Slóveníu meðal annars gert einnig. Beið innan um lík hinna látnu í átta klukkustundir „Ég er stolt af landinu mínu og ég hlakka til að vera fulltrúi þess á stærsta tónlistarsviði í heimi. Það eru mikil forréttindi og mikil ábyrgð og ég þakka öllum fyrir þetta tækifæri. Ég mun gera allt til að vera virðulegur fulltrúi. Ég vona að þegar við snúum til baka verði allir gíslar komnir heim líka, þar sem þeir hefðu átt að vera allan tímann.“ Yuval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár.EBU/Shai Franco/Tedy Productions LTD Þetta sagði söngkonan Yuval Raphael, fulltrúi Ísrael í keppninni í ár, áður en hún lagði af stað til Sviss frá Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv fyrr í vikunni að því er ísraelski miðillinn Israel National News greinir frá. Raphael er 24 ára gömul, fædd árið 2000, og hóf tónlistarferil sinn ekki fyrr en á síðasta ári þegar hún vann sjónvarpshæfileikakeppnina HaKokhav HaBa, Rísandi stjarna, í Ísrael. Það hefur hins vegar alltaf verið draumur hennar að vera söngkona að því er segir um Raphael á heimasíðu Eurovision. Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem Raphael heimsækir Sviss, en hún bjó í landinu í þrjú ár sem barn. Snemma morguns þann 7. október 2023 var Raphael hins vegar stödd á Nova tónlistarhátíðinni í Ísrael ásamt vinum sínum. Hún er ein eftirlifenda hrottalegrar hryðjuverkaárásar Hamas-samtakanna á Ísrael sem meðal annars beindist að gestum hátíðarinnar. Á meðan sprengjum Hamas rigndi yfir hátíðarsvæðið reyndi söngkonan ásamt vinum sínum að flýja á bíl, en komust ekki langt vegna umferðaröngþveitis sem skapaðist á svæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun The Times of Israel í fyrradag. Þau hafi því ákveðið að leita skjóls í nærliggjandi sprengjubirgi. Myndin sýnir sprengjubirgið þar sem Yuval Raphael og fleiri gestir tónlistarhátíðarinnar leituðu skjóls frá árásum Hamas. Ekki komust allir út á lífi.Getty/Alexi J. Rosenfeld Hamas-liðar fundu birgið og hófu skothríð inn í hóp fólksins sem þar hafði leitað skjóls. „Þeir skutu alla sem urðu á vegi þeirra, og síðan komu þeir inn og byrjuðu að skjóta alla sem voru inni,“ sagði Raphael í viðtali við Jerusalem Institute of Justice í fyrrasumar sem vitnað er til í umfjöllun The Times of Israel. Í viðtalinu lýsir hún því einnig hvernig hún hafi verið umvafin líkum hinna látnu og vinum sínum sem enn voru á lífi. Um átta klukkustundum síðar hafi henni verið bjargað eftir að hafa þóst vera látin lungann úr deginum í von um að sleppa á lífi. Um tólf hundruð einstaklingar voru drepnir í árás Hamas á Ísrael þennan dag, nokkur þúsund til viðbótar særðir og á þriðja hundrað teknir í gíslingu. Margir gíslanna hafa síðan verið drepnir eða látist í haldi Hamas en aðra hefur tekist að fá heim. Söngvakeppni, stríðsglæpir og meint þjóðarmorð Það sem gerst hefur síðan Hamas réðist á Ísrael þennan örlagaríka dag hefur vart farið framhjá neinum. Ísraelsher brást við af mikilli hörku og síðast í fyrradag boðuðu ísraelsk stjórnvöld enn harðari aðgerðir á Gasa. Tugir þúsunda Palestínumanna liggja í valnum, bæði börn og fullorðnir. Algjör mannúðarkrísa ríkir á svæðinu, hungursneyð vofir yfir og Ísraelar hafa hindrað að neyðargögn og matarbirgðir komist með markvissum hætti til fólks í neyð. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Haft er eftir talsmanni Ísraelshers í frétt BBC í gær að hátt í 60 ísraelskir gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af er talið að aðeins 24 séu enn á lífi. Markmiðið með aðgerðunum er sagt vera að útrýma Hamas og frelsa þá gísla sem enn eru í haldi. Hins vegar eru skilaboðin frá stjórnvöldum í Ísrael nú þau að ekki standi til að herinn yfirgefi Gasaströndina í bráð. Stór svæði Gasastrandarinnar eru rústir einar eftir nær linnulausar árásir Ísraela frá því í október 2023.AP/Jehad Alshrafi Aðgerðir Ísraels á Gasa flokkast undir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að mati Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtök hafa meðal annars sagt að um ekkert annað en þjóðarmorð sé að ræða. Þetta ástand sem nú ríkir á Gasa og framganga Ísraels á svæðinu er ástæðan fyrir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsti því yfir á dögunum að henni þyki þátttaka Ísraels í Eurovision bæði „skrítin og óeðlileg.“ Í framhaldinu upplýsti Ríkisútvarpið, sem fulltrúi Íslands hjá EBU, aðstandendur keppninnar um afstöðu íslenskra stjórnvalda. Sjá einnig: „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Þannig bættist Ísland í hóp þeirra ríkja sem eiga aðild að EBU sem hafa kallað eftir því að þátttaka Ísraels í keppninni verði rædd. Áður höfðu til að mynda spænska og slóvenska ríkisútvarpið gert slíkt hið sama, og í gær bættist írski ríkismiðillinn RTÉ í hópinn. Þá sendi hópur fyrrum þátttakenda í keppninni opið bréf til EBU í fyrradag þar sem þess er krafist að ísraelska ríkissjónvarpinu KAN verði meinuð þátttaka í keppninni. Í bréfinu er KAN meðal annars sakað um að vera „samsek í þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínumönnum,“ líkt og það er orðað í bréfinu þar sem einnig segir að EBU hafi þegar fordæmi þar sem Rússum var vikið úr keppni eftir innrás þeirra í Úkraínu árið 2022. „Við samþykkjum ekki þennan tvískinnung gagnvart Ísrael,“ segir ennfremur í bréfinu sem Independent fjallaði ítarlega um í vikunni. Af hverju má Ísrael það sem Rússland má ekki? Einmitt þetta sætti einnig gagnrýni í fyrra og margir spurðu sig, hvers vegna má Ísrael vera með en ekki Rússland? Fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Malmö þar sem keppnin fór fram í fyrra og gríðarleg spenna ríkti í kringum ísraelska hópinn sem var fulltrúi í keppninni í fyrra. Ísraelska framlaginu var gert að skipta um nafn í fyrra en það átti upphaflega að heita October Rain, nafni sem þótti augljós skírskotun í hryðjuverkaárás Hamas árið áður. Keppnin á jú að vera alveg laus við pólitík. Frá mótmælum gegn þátttöku Ísraels í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í fyrra.Getty/Jens Büttner Í umfjöllun Independent segist Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision söngvakeppninnar, skilja áhyggjur sem viðraðar hafa verið um þátttöku Ísraels. „EBU eru samtök opinberra sjónvarpsstöðva sem allar uppfylla skilyrði til þátttöku í Eurovision ár hvert. Þar að auki, sem liður í því markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fjölmiðla í almannaþágu, styður EBU ísraelskan meðlim samtakanna, KAN, gegn þeirri ógn að verða einkavætt eða lokað af ísraelskum stjórnvöldum,“ er haft eftir Green. EBU og söngvakeppnin séu ekki ónæm fyrir atburðum á alþjóðavettvangi, en í sameiningu sé markmiðið að viðhalda keppninni, sem í grunninn sé „alþjóðlegur viðburður sem styður tengingu, fjölbreytileika og sameiningu í gegnum tónlist.“ Í yfirlýsingu Martins Green í framhaldi af opnu bréfi fyrrverandi keppenda sem vilja að Ísrael sé vikið úr keppni segir Green, að þrátt fyrir ákall um umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni, hafi engar aðildarstöðvar EBU opinberlega lagst berum orðum gegn þátttöku Ísraels. „Sjónvarpsstöðvarnar sem nefndar eru í bréfinu, RTVE á Spáni og RTVSLO í Slóveníu, óskuðu eftir samtali og Rúv á Íslandi hefur upplýst okkur um ummæli utanríkisráðherra þeirra um þátttöku KAN,“ segir í yfirlýsingu Green. Í yfirlýsingu sem stjórn EBU sendi frá sér í febrúar 2022 var greint frá ákvörðun um að meina Rússlandi að taka þátt vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Ákvörðunin er sögð byggja á mati á reglum gildum keppninnar og víðtæku samráði og er ákvörðunin sögð endurspegla áhyggjur af því þátttaka Rússa í Eurovision myndi rýra orðspor keppninnar vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. „EBU eru ópólitísk aðildarsamtök sjónvarpsstöðva sem skuldbinda sig til að standa vörð um gildi almannaþjónustu. Við erum áfram staðráðin í að vernda gildi keppni á sviði menningar sem stuðli að alþjóðlegum samskiptum og skilningi, færi áhorfendur saman, fagni fjölbreytileika í gegnum tónlist og sameini Evrópu á einu sviði,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni árið 2022. Dana International var sú þriðja til að vinna Eurovision fyrir hönd Ísraels árið 1998.Getty/David Jones Fjórfaldur sigurvegari og árleg mótmæli Ísrael var fyrst ríkja sem landfræðilega liggja utan Evrópu til að taka þátt í Eurovision árið 1973. Síðan hafa nokkur slík ríki til viðbótar bæst í hópinn, þar á meðal Ástralía. Ísrael vann keppnina fyrst árið 1978 með laginu A-Ba-Ni-Bi í flutningi Izhar Cohen and the Alphabet. Var keppnin því haldin í Jerúsalem árið 1979 þegar Ísrael vann aftur, annað árið í röð, með lagið Hallelujah sem flutt var af kvartettinum Milk and Honey. Keppnin fór þó ekki aftur fram í Ísrael fyrr en árið 1999 eftir að Dana International vann keppnina með laginu Diva árið 1998. Selma Björnsdóttir hafnaði eftirminnilega í öðru sæti keppninnar þegar hún var haldin í Ísrael árið 1999. Það var tuttugu árum síðar sem Ísrael hélt keppnina aftur, þá í Tel Aviv, eftir að söngkonan Netta tryggði Ísrael sigur með laginu Toy árið 2018. Netta kom, sá og sigraði Eurovision árið 2018.Getty/Pedro Fiúza Þá fór ekki minna fyrir gagnrýni, í það minnsta ekki á Íslandi, vegna þátttöku Ísraels í Eurovision. Hópur tónlistarmanna ákvað að sniðganga keppnina 2019, þeirra á meðal Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr. Sá síðarnefndi hætti við að taka þátt í Söngvakeppninni hér heima ásamt Gagnamagninu líkt og til hafði staðið. „Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ sagði Daði Freyr í samfélagsmiðlafærslu í maí 2018 þegar ljóst var hvar í hvaða landi keppnin færi fram ári síðar. Sjá einnig: Daði Freyr hættur við Eurovision og hvetur Rúv til að sniðganga keppnina Þá skrifuðu hátt í þrjátíu þúsund manns undir undirskriftalista þar sem skorað var á Rúv að hætta við þátttöku Íslands í keppninni til að mótmæla þáttöku Ísrael. Ári síðar var Ísland þó með en hljómsveitin Hatari nýtti hins vegar stóra sviðið til að vekja athygli á málstað Palestínu svo eftir var tekið. Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin í keppninni árið 2019 og fánar Palestínu fóru á loft.Skjáskot Líkt og lóan að vori hefur umræða um þátttöku Ísraels í Eurovision verið árlegur vorboði síðan, og jafnvel ef litið er enn lengra aftur í tímann. Í fyrra skrifuðu hátt í 60 þúsund manns undir sambærilegan undirskriftalista og í ár fer enn mikið fyrir umræðu um þátttöku Ísraels í Eurovision. Íslendingar gjafmildir á stig til Ísrael Hvort rökstuðningur EBU fyrir banni Rússa annars vegar en þátttöku Ísraela hins vegar er sannfærandi verður hver að dæma fyrir sig. Ekki er þó útlit fyrir annað en að söngkonan Yuval Raphael stígi á svið í síðari undankeppni Eurovision á fimmtudaginn í næstu viku. Hún verður fjórtánda atriðið af sextán á svið, en jafnan þykir það betra að stíga seinna á svið. Ísrael hefur að jafnaði átt ágætis gengi fagna í keppninni og hefur þrettán sinnum komist upp úr undankeppninni en sjö sinnum setið eftir. Ísrael hafnaði í 5. sæti keppninnar í fyrra og er aftur spáð 4. til 5. sæti í ár samkvæmt veðbönkum. Í fyrra hlaut Ísrael mun fleiri stig í símakosningu en frá dómnefndum og fékk tólf stig frá alls 14 löndum auk þess að næla sér í tólf stigin frá „restinni af heiminum“ sem gefst einnig kostur á að kjósa. Þrátt fyrir hávær mótmæli gáfu íslenskir áhorfendur Ísraelum átta stig í símakosningu í fyrra en ekkert stig fékk Ísrael frá íslensku dómnefndinni. Hvernig Ísrael vegnar í keppninni í ár á eftir að koma í ljós. Hver veit nema að Eurovision fari fram í Ísrael á næsta ári en eins og staðan er núna er það að minnsta kosti alls ekki útilokað. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Utanríkismál Ísrael Sviss Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Í gær bættist írska ríkisútvarpið í hóp þeirra sem hafa kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsreksturs Ísraels á Gasa. Það höfðu fulltrúar Íslands, Spánar og Slóveníu meðal annars gert einnig. Beið innan um lík hinna látnu í átta klukkustundir „Ég er stolt af landinu mínu og ég hlakka til að vera fulltrúi þess á stærsta tónlistarsviði í heimi. Það eru mikil forréttindi og mikil ábyrgð og ég þakka öllum fyrir þetta tækifæri. Ég mun gera allt til að vera virðulegur fulltrúi. Ég vona að þegar við snúum til baka verði allir gíslar komnir heim líka, þar sem þeir hefðu átt að vera allan tímann.“ Yuval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár.EBU/Shai Franco/Tedy Productions LTD Þetta sagði söngkonan Yuval Raphael, fulltrúi Ísrael í keppninni í ár, áður en hún lagði af stað til Sviss frá Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv fyrr í vikunni að því er ísraelski miðillinn Israel National News greinir frá. Raphael er 24 ára gömul, fædd árið 2000, og hóf tónlistarferil sinn ekki fyrr en á síðasta ári þegar hún vann sjónvarpshæfileikakeppnina HaKokhav HaBa, Rísandi stjarna, í Ísrael. Það hefur hins vegar alltaf verið draumur hennar að vera söngkona að því er segir um Raphael á heimasíðu Eurovision. Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem Raphael heimsækir Sviss, en hún bjó í landinu í þrjú ár sem barn. Snemma morguns þann 7. október 2023 var Raphael hins vegar stödd á Nova tónlistarhátíðinni í Ísrael ásamt vinum sínum. Hún er ein eftirlifenda hrottalegrar hryðjuverkaárásar Hamas-samtakanna á Ísrael sem meðal annars beindist að gestum hátíðarinnar. Á meðan sprengjum Hamas rigndi yfir hátíðarsvæðið reyndi söngkonan ásamt vinum sínum að flýja á bíl, en komust ekki langt vegna umferðaröngþveitis sem skapaðist á svæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun The Times of Israel í fyrradag. Þau hafi því ákveðið að leita skjóls í nærliggjandi sprengjubirgi. Myndin sýnir sprengjubirgið þar sem Yuval Raphael og fleiri gestir tónlistarhátíðarinnar leituðu skjóls frá árásum Hamas. Ekki komust allir út á lífi.Getty/Alexi J. Rosenfeld Hamas-liðar fundu birgið og hófu skothríð inn í hóp fólksins sem þar hafði leitað skjóls. „Þeir skutu alla sem urðu á vegi þeirra, og síðan komu þeir inn og byrjuðu að skjóta alla sem voru inni,“ sagði Raphael í viðtali við Jerusalem Institute of Justice í fyrrasumar sem vitnað er til í umfjöllun The Times of Israel. Í viðtalinu lýsir hún því einnig hvernig hún hafi verið umvafin líkum hinna látnu og vinum sínum sem enn voru á lífi. Um átta klukkustundum síðar hafi henni verið bjargað eftir að hafa þóst vera látin lungann úr deginum í von um að sleppa á lífi. Um tólf hundruð einstaklingar voru drepnir í árás Hamas á Ísrael þennan dag, nokkur þúsund til viðbótar særðir og á þriðja hundrað teknir í gíslingu. Margir gíslanna hafa síðan verið drepnir eða látist í haldi Hamas en aðra hefur tekist að fá heim. Söngvakeppni, stríðsglæpir og meint þjóðarmorð Það sem gerst hefur síðan Hamas réðist á Ísrael þennan örlagaríka dag hefur vart farið framhjá neinum. Ísraelsher brást við af mikilli hörku og síðast í fyrradag boðuðu ísraelsk stjórnvöld enn harðari aðgerðir á Gasa. Tugir þúsunda Palestínumanna liggja í valnum, bæði börn og fullorðnir. Algjör mannúðarkrísa ríkir á svæðinu, hungursneyð vofir yfir og Ísraelar hafa hindrað að neyðargögn og matarbirgðir komist með markvissum hætti til fólks í neyð. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Haft er eftir talsmanni Ísraelshers í frétt BBC í gær að hátt í 60 ísraelskir gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af er talið að aðeins 24 séu enn á lífi. Markmiðið með aðgerðunum er sagt vera að útrýma Hamas og frelsa þá gísla sem enn eru í haldi. Hins vegar eru skilaboðin frá stjórnvöldum í Ísrael nú þau að ekki standi til að herinn yfirgefi Gasaströndina í bráð. Stór svæði Gasastrandarinnar eru rústir einar eftir nær linnulausar árásir Ísraela frá því í október 2023.AP/Jehad Alshrafi Aðgerðir Ísraels á Gasa flokkast undir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að mati Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtök hafa meðal annars sagt að um ekkert annað en þjóðarmorð sé að ræða. Þetta ástand sem nú ríkir á Gasa og framganga Ísraels á svæðinu er ástæðan fyrir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsti því yfir á dögunum að henni þyki þátttaka Ísraels í Eurovision bæði „skrítin og óeðlileg.“ Í framhaldinu upplýsti Ríkisútvarpið, sem fulltrúi Íslands hjá EBU, aðstandendur keppninnar um afstöðu íslenskra stjórnvalda. Sjá einnig: „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Þannig bættist Ísland í hóp þeirra ríkja sem eiga aðild að EBU sem hafa kallað eftir því að þátttaka Ísraels í keppninni verði rædd. Áður höfðu til að mynda spænska og slóvenska ríkisútvarpið gert slíkt hið sama, og í gær bættist írski ríkismiðillinn RTÉ í hópinn. Þá sendi hópur fyrrum þátttakenda í keppninni opið bréf til EBU í fyrradag þar sem þess er krafist að ísraelska ríkissjónvarpinu KAN verði meinuð þátttaka í keppninni. Í bréfinu er KAN meðal annars sakað um að vera „samsek í þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínumönnum,“ líkt og það er orðað í bréfinu þar sem einnig segir að EBU hafi þegar fordæmi þar sem Rússum var vikið úr keppni eftir innrás þeirra í Úkraínu árið 2022. „Við samþykkjum ekki þennan tvískinnung gagnvart Ísrael,“ segir ennfremur í bréfinu sem Independent fjallaði ítarlega um í vikunni. Af hverju má Ísrael það sem Rússland má ekki? Einmitt þetta sætti einnig gagnrýni í fyrra og margir spurðu sig, hvers vegna má Ísrael vera með en ekki Rússland? Fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Malmö þar sem keppnin fór fram í fyrra og gríðarleg spenna ríkti í kringum ísraelska hópinn sem var fulltrúi í keppninni í fyrra. Ísraelska framlaginu var gert að skipta um nafn í fyrra en það átti upphaflega að heita October Rain, nafni sem þótti augljós skírskotun í hryðjuverkaárás Hamas árið áður. Keppnin á jú að vera alveg laus við pólitík. Frá mótmælum gegn þátttöku Ísraels í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í fyrra.Getty/Jens Büttner Í umfjöllun Independent segist Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision söngvakeppninnar, skilja áhyggjur sem viðraðar hafa verið um þátttöku Ísraels. „EBU eru samtök opinberra sjónvarpsstöðva sem allar uppfylla skilyrði til þátttöku í Eurovision ár hvert. Þar að auki, sem liður í því markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fjölmiðla í almannaþágu, styður EBU ísraelskan meðlim samtakanna, KAN, gegn þeirri ógn að verða einkavætt eða lokað af ísraelskum stjórnvöldum,“ er haft eftir Green. EBU og söngvakeppnin séu ekki ónæm fyrir atburðum á alþjóðavettvangi, en í sameiningu sé markmiðið að viðhalda keppninni, sem í grunninn sé „alþjóðlegur viðburður sem styður tengingu, fjölbreytileika og sameiningu í gegnum tónlist.“ Í yfirlýsingu Martins Green í framhaldi af opnu bréfi fyrrverandi keppenda sem vilja að Ísrael sé vikið úr keppni segir Green, að þrátt fyrir ákall um umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni, hafi engar aðildarstöðvar EBU opinberlega lagst berum orðum gegn þátttöku Ísraels. „Sjónvarpsstöðvarnar sem nefndar eru í bréfinu, RTVE á Spáni og RTVSLO í Slóveníu, óskuðu eftir samtali og Rúv á Íslandi hefur upplýst okkur um ummæli utanríkisráðherra þeirra um þátttöku KAN,“ segir í yfirlýsingu Green. Í yfirlýsingu sem stjórn EBU sendi frá sér í febrúar 2022 var greint frá ákvörðun um að meina Rússlandi að taka þátt vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Ákvörðunin er sögð byggja á mati á reglum gildum keppninnar og víðtæku samráði og er ákvörðunin sögð endurspegla áhyggjur af því þátttaka Rússa í Eurovision myndi rýra orðspor keppninnar vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. „EBU eru ópólitísk aðildarsamtök sjónvarpsstöðva sem skuldbinda sig til að standa vörð um gildi almannaþjónustu. Við erum áfram staðráðin í að vernda gildi keppni á sviði menningar sem stuðli að alþjóðlegum samskiptum og skilningi, færi áhorfendur saman, fagni fjölbreytileika í gegnum tónlist og sameini Evrópu á einu sviði,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni árið 2022. Dana International var sú þriðja til að vinna Eurovision fyrir hönd Ísraels árið 1998.Getty/David Jones Fjórfaldur sigurvegari og árleg mótmæli Ísrael var fyrst ríkja sem landfræðilega liggja utan Evrópu til að taka þátt í Eurovision árið 1973. Síðan hafa nokkur slík ríki til viðbótar bæst í hópinn, þar á meðal Ástralía. Ísrael vann keppnina fyrst árið 1978 með laginu A-Ba-Ni-Bi í flutningi Izhar Cohen and the Alphabet. Var keppnin því haldin í Jerúsalem árið 1979 þegar Ísrael vann aftur, annað árið í röð, með lagið Hallelujah sem flutt var af kvartettinum Milk and Honey. Keppnin fór þó ekki aftur fram í Ísrael fyrr en árið 1999 eftir að Dana International vann keppnina með laginu Diva árið 1998. Selma Björnsdóttir hafnaði eftirminnilega í öðru sæti keppninnar þegar hún var haldin í Ísrael árið 1999. Það var tuttugu árum síðar sem Ísrael hélt keppnina aftur, þá í Tel Aviv, eftir að söngkonan Netta tryggði Ísrael sigur með laginu Toy árið 2018. Netta kom, sá og sigraði Eurovision árið 2018.Getty/Pedro Fiúza Þá fór ekki minna fyrir gagnrýni, í það minnsta ekki á Íslandi, vegna þátttöku Ísraels í Eurovision. Hópur tónlistarmanna ákvað að sniðganga keppnina 2019, þeirra á meðal Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr. Sá síðarnefndi hætti við að taka þátt í Söngvakeppninni hér heima ásamt Gagnamagninu líkt og til hafði staðið. „Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ sagði Daði Freyr í samfélagsmiðlafærslu í maí 2018 þegar ljóst var hvar í hvaða landi keppnin færi fram ári síðar. Sjá einnig: Daði Freyr hættur við Eurovision og hvetur Rúv til að sniðganga keppnina Þá skrifuðu hátt í þrjátíu þúsund manns undir undirskriftalista þar sem skorað var á Rúv að hætta við þátttöku Íslands í keppninni til að mótmæla þáttöku Ísrael. Ári síðar var Ísland þó með en hljómsveitin Hatari nýtti hins vegar stóra sviðið til að vekja athygli á málstað Palestínu svo eftir var tekið. Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin í keppninni árið 2019 og fánar Palestínu fóru á loft.Skjáskot Líkt og lóan að vori hefur umræða um þátttöku Ísraels í Eurovision verið árlegur vorboði síðan, og jafnvel ef litið er enn lengra aftur í tímann. Í fyrra skrifuðu hátt í 60 þúsund manns undir sambærilegan undirskriftalista og í ár fer enn mikið fyrir umræðu um þátttöku Ísraels í Eurovision. Íslendingar gjafmildir á stig til Ísrael Hvort rökstuðningur EBU fyrir banni Rússa annars vegar en þátttöku Ísraela hins vegar er sannfærandi verður hver að dæma fyrir sig. Ekki er þó útlit fyrir annað en að söngkonan Yuval Raphael stígi á svið í síðari undankeppni Eurovision á fimmtudaginn í næstu viku. Hún verður fjórtánda atriðið af sextán á svið, en jafnan þykir það betra að stíga seinna á svið. Ísrael hefur að jafnaði átt ágætis gengi fagna í keppninni og hefur þrettán sinnum komist upp úr undankeppninni en sjö sinnum setið eftir. Ísrael hafnaði í 5. sæti keppninnar í fyrra og er aftur spáð 4. til 5. sæti í ár samkvæmt veðbönkum. Í fyrra hlaut Ísrael mun fleiri stig í símakosningu en frá dómnefndum og fékk tólf stig frá alls 14 löndum auk þess að næla sér í tólf stigin frá „restinni af heiminum“ sem gefst einnig kostur á að kjósa. Þrátt fyrir hávær mótmæli gáfu íslenskir áhorfendur Ísraelum átta stig í símakosningu í fyrra en ekkert stig fékk Ísrael frá íslensku dómnefndinni. Hvernig Ísrael vegnar í keppninni í ár á eftir að koma í ljós. Hver veit nema að Eurovision fari fram í Ísrael á næsta ári en eins og staðan er núna er það að minnsta kosti alls ekki útilokað.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Utanríkismál Ísrael Sviss Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira