Íslandsleikarnir 2025 eru á Selfossi um helgina
Allt iðar af lífi á Selfossi um helgina því þar fara nú fram Íslandsleikarnir, þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir.