Ísland í dag - Stýrir 30 manna hersveit

Bjarki Brynjarsson er 28 ára íslenskur strákur sem stýrir 30 manna hersveit í norska hernum. Hann var haldinn ævintýraþrá eftir útskrift úr Verzlunarskólanum og ákvað að gerast hermaður í Noregi. Bjarki hefur gengið í gegnum ýmsar líkamlegar og andlegar þolraunir á þeim sjö árum sem hann hefur verið hluti af norska hernum. Til að mynda missti hann tæp tíu kíló á tíu dögum á heræfingu fyrir tveimur árum. Bjarki segir að misskilnings gæti um starf hermanna og fólk geri sér ekki grein fyrir hve stór hluti starfsins felist í mannúðar- og friðargæslustörfum.

14215
11:24

Vinsælt í flokknum Ísland í dag