Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Innlent 20. janúar 2025 09:18
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. Innlent 19. janúar 2025 13:49
Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, telur niðurstöðu Héraðsdóms um Hvammsvirkjun efnislega ranga. Líkt og fjallað hefur verið um var virkjunarleyfi Landsvirkjunar fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkir mikil óvissa um framhaldið. Innlent 19. janúar 2025 12:16
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. Innlent 18. janúar 2025 08:03
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Innlent 18. janúar 2025 07:04
Ragna Sigurðardóttir á von á barni Ragna Sigurðardóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar á von á barni með manni sínum Árna Steini. Lífið 17. janúar 2025 21:46
Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu. Innlent 17. janúar 2025 21:02
Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Þórður Snær Júlíusson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Hann mun formlega taka við stöðunni þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi. Innlent 17. janúar 2025 18:31
„Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart. Innlent 17. janúar 2025 13:34
Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 17. janúar 2025 12:32
Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það yrði stefnubreyting af hennar hálfu bjóði hún sig ekki fram í embætti formanns Flokksins. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hún Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum. Innlent 16. janúar 2025 17:00
„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16. janúar 2025 13:00
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Við íslendingar búum, við ótrúlegar náttúruauðlindir. Fiskimiðin, fallvötnin, heita vatnið, kalda vatnið,jarðvarmann, vindinn, hreina loftið , náttúruperlurnar og lengi má áfram telja. Á hátíðisdögum, á kaffistofum og í tuðinu á samfélagsmiðlum, er talað um að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Skoðun 15. janúar 2025 21:00
Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Innlent 15. janúar 2025 19:19
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Innlent 15. janúar 2025 16:40
Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Innlent 15. janúar 2025 14:01
Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Innlent 15. janúar 2025 13:09
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Innlent 15. janúar 2025 12:30
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. Innlent 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. Innlent 14. janúar 2025 18:11
Bergþór áfram þingflokksformaður Bergþór Ólason hefur verið kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins. Hann var einnig þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari. Innlent 14. janúar 2025 15:59
Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin. Innlent 14. janúar 2025 13:33
Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Innlent 14. janúar 2025 12:23
Lögheimili á landsbyggðinni Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis. Skoðun 14. janúar 2025 11:30
Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkur sem vilji eiga erindi inn í framtíðina þurfi að skilja framtíðina. Þótt hún hafi lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn eftir brotthvarf formannsins vill hún ekki að svo stöddu lýsa formlega yfir að hún bjóði sig fram. Innlent 13. janúar 2025 20:33
Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Innlent 13. janúar 2025 19:21
Nefndir þingsins að taka á sig mynd Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins í Reykjavík og fyrrverandi formaður VR, verður formaður fjárlaganefndar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 13. janúar 2025 06:00
„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Innlent 12. janúar 2025 12:03
Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Innlent 10. janúar 2025 07:37
Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8. janúar 2025 21:38