Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. Lífið 3. apríl 2022 18:46
Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. Innlent 2. apríl 2022 10:17
Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar. Lífið 1. apríl 2022 23:01
Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. Lífið 1. apríl 2022 14:32
Bein útsending: Baltasar fyrirliði í fótboltaleik við Heart of Stone fólk Góðgerðarfótboltaleikur þar lið skipað íslenskum kvikmyndagerðarhópi, undir forystu Baltasars Kormáks, gegn erlendu kvikmyndagerðarfólki fer fram á Fylkisvelli klukkan 13 í dag. Allur ágóði rennur til samstarfsmanns sem slasaðist við vinnu við gerð kvikmyndar fyrr á árinu. Lífið 1. apríl 2022 12:21
Meira bíó! Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Skoðun 31. mars 2022 12:00
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. Lífið 31. mars 2022 11:31
Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Bíó og sjónvarp 30. mars 2022 15:35
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 21:00
Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 11:01
Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. Innlent 24. mars 2022 22:01
Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Lífið 24. mars 2022 11:05
Deila með tíu í sannleikann, annars trúir þessu enginn „Viðtökurnar eru frábærar. Fólk þyrstir í vor og náttúru, gleði og vitleysu enda veitir ekki af núna,“ segir Örn Marínó, annar handritshöfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar Allra síðasta veiðiferðin sem frumsýnd var um helgina. Lífið samstarf 23. mars 2022 12:24
Klondike frá Úkraínu opnunarmynd Stockfish Film Festival Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. mars og stendur í fullum skrúða til 3. apríl. Bíó og sjónvarp 18. mars 2022 09:00
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. Lífið 16. mars 2022 17:31
Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag. Viðskipti innlent 15. mars 2022 14:00
Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. Lífið 11. mars 2022 13:31
Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. Bíó og sjónvarp 9. mars 2022 22:00
Fyrsta stikla Obi-Wan Kenobi Disney birti í kvöld fyrstu stiklu þáttanna Obi-Wan Kenobi, sem fjalla einmitt um Jedi-rddarann fræga, Obi-Wan Kenobi. Þeir fjalla um sögu Old Ben á milli kvikmyndanna Revenge of the Sith og A New Hope. Bíó og sjónvarp 9. mars 2022 20:52
„Femínismi fjallar um svo margt annað en bara konur og réttindi þeirra“ RVK Feminist Film Festival verður haldin í þriðja skiptið 4. til 8. maí á þessu ári. RVK FFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem setur kvikmyndir eftir kvenleikstýrur í loftvængi þar sem hvert einstakt snjókorn með sína einstæðu lögun mun njóta sín Lífið 9. mars 2022 11:31
Sýnishorn úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag Í dag 28. febrúar er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og af því tilefni gefur Góðvild styrktarsjóður og Mission framleiðsla út stiklu úr heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Lífið 28. febrúar 2022 14:03
Verbúðaræðið, nostalgían og myndaflóðið á samfélagsmiðlum Fáar sjónvarpsseríur hafa vakið upp eins mikla nostalgíu eins og hin margrómaða Verbúð Vesturports og eiga eflaust margir eftir að sakna þess að bíða spennt á sunnudögum eftir línulegri dagskrá kvöldsins. Lífið 27. febrúar 2022 11:00
X-977 með sérstaka forsýningu á Foo Fighters myndinni Studio 666 Útvarpsstöðin x-977 heldur í kvöld sérstaka forsýningu á Foo Fighters myndinni Studio 666 í Smárabíó. Bíó og sjónvarp 25. febrúar 2022 10:04
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2022 10:36
Sýndu brellur sem íslenskt fyrirtæki gerði fyrir Witcher Reykjavík Visual Effects (RVX) birtu á föstudaginn myndband sem sýnir þær tölvubrellur sem starfsmenn fyrirtækisins gerðu fyrir Netflix þættina Witcher. Þættirnir, bækur og tölvuleikir úr söguheimi Withcer njóta mikilla vinsælda um heim allan. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2022 14:33
Mikið um erlend tökuverkefni hér á landi Verið er að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi um þessar mundir. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC. Bíó og sjónvarp 19. febrúar 2022 12:36
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Bíó og sjónvarp 17. febrúar 2022 11:54
Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. Innlent 16. febrúar 2022 15:59
„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. Bíó og sjónvarp 16. febrúar 2022 07:00
Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. Bíó og sjónvarp 15. febrúar 2022 14:46