Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar. Innlent 28.3.2025 09:59
Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. Erlent 28.3.2025 09:21
Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði „Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis. Innlent 28.3.2025 06:27
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Skoðun 27.3.2025 10:31
Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Skoðun 20. mars 2025 14:01
„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Ferðaþjónusta hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, stuðlað að uppbyggingu innviða, auknum gjaldeyristekjum og stofnun nýrra fyrirtækja. Gáruáhrif ferðaþjónustunnar eru til dæmis jákvæð áhrif á ýmsar aðrar greinar, þar á meðal verslun og þjónustu. Skoðun 19. mars 2025 22:05
Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Það hefur verið þrálát mantra í umræðu um ferðaþjónustu undanfarin ár, að Ísland sem ferðamannaland, sé “í tísku” í heiminum. Allir vilji koma til Íslands og að ofboðslega margir ferðamenn komi til Íslands, algjörlega af sjálfu sér. Skoðun 19. mars 2025 14:47
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Innlent 16. mars 2025 21:21
Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innlent 16. mars 2025 14:05
Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13. mars 2025 16:29
Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Skoðun 13. mars 2025 13:31
Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Viðskipti innlent 11. mars 2025 12:14
Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn. Innherji 11. mars 2025 10:34
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. Innlent 8. mars 2025 23:01
Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu. Skoðun 7. mars 2025 12:01
Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Það er áhyggjuefni þegar röng eða villandi gögn eru lögð fram í opinberri umræðu í þeim tilgangi að styðja pólitísk markmið sem munu hafa skaðleg efnahagsleg áhrif. Skoðun 6. mars 2025 13:47
Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Volcano Express opnaði í Hörpu síðastliðinn fimmtudag. Þá var haldið opnunarhóf þar sem gestir fengu að prufa sýninguna og mættu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar, jarðfræðingar í bland við samfélagsmiðlastjörnur. Lífið 5. mars 2025 20:02
Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð. Lífið 5. mars 2025 12:32
Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Viðskipti innlent 4. mars 2025 10:10
Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Lífið 1. mars 2025 15:05
Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir engan hafa slasast er sjór gekk inn á bílastæði við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins en grjóthnullungar á stærð við mannfólk bárust með öldunni í átt að gangandi vegfarendum. Innlent 1. mars 2025 11:57
Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025. Lífið samstarf 1. mars 2025 09:02
Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Viðskipti innlent 28. febrúar 2025 15:15
Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Skoðun 27. febrúar 2025 13:31
Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. Viðskipti innlent 27. febrúar 2025 12:31