Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands

Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hótelstjórum stillt upp við vegg

Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvíeggjað sverð

Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Eyðslan minnkar höggið af fækkun ferðamanna í sumar

Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við árið á undan. Framkvæmdastjóri SAF segir fækkunina skarpari en hann hefði viljað sjá. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka býst við að aukning í meðaleyðslu haldi áfram á næstunni. Verði það raunin mun það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins.

Innlent
Fréttamynd

Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum

Háskólanemi frá Grikklandi hefur búið ásamt kærasta sínum í tjaldi í Laugardal frá því í júní og hyggst búa þar fram á haust. Katerina Parouka segist ekki kvíða kuldanum sem fylgi haustinu heldur njóti hún þess að sofa í tjaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn pirraður á Kurt

Á þjóðvegum landsins hafa margir tekið eftir manni á traktor með áfast hjólhýsi. Þetta er hinn danski Kurt L. Frederiksen sem er að aka hringinn í kringum Ísland og upp um fjöll og firnindi.

Lífið
Fréttamynd

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum

Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Innlent