Schumacher fljótastur á æfingum Michael Schumacher hafði í dag gríðarlega yfirburði aðalökuþóra á æfingum fyrir Ítalíukappaksturinn sem fram fer á Monza brautinni á sunnudag, en hann var með 1,7 sekúndum betri tíma en keppinautur sinn Fernando Alonso. Ferrari bílarnir komu mjög vel út úr æfingunum í dag og því er ljóst að þeir verða illsigraðir á heimavelli sínum um helgina ef að líkum lætur. Formúla 1 8. september 2006 14:30
Schumacher verður með fulla einbeitingu Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. Formúla 1 7. september 2006 21:30
Kovalainen leysir Alonso af hólmi Keppnislið Renault í Formúlu 1 tilkynnti í dag að finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen muni leysa Spánverjann Fernando Alonso af hólmi sem aðalökumaður liðsins á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn gengur í raðir McLaren. Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður hjá liðinu, en hann framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum. Formúla 1 6. september 2006 12:50
Raikkönnen klár í slaginn Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá McLaren hefur nú gefið það út að hann sé við hestaheilsu og búinn að jafna sig af bakmeiðslum sem höfðu verið að angra hann síðan hann lenti í óhappi í Tyrklandskappakstrinum á dögunum. Raikkönen segist í toppstandi og tilbúinn í Ítalíukappaksturinn á Monza um næstu helgi. Formúla 1 5. september 2006 22:00
Aðeins eitt takmark á Monza Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Formúla 1 4. september 2006 20:00
Keppnum fækkar 2007 Landslagið í Formúlu 1 verður nokkuð breytt á næsta keppnistímabili eftir að ljóst varð að ekki verður keppt í San Marino og þá hefur Evrópukappaksturinn verið strikaður út af sakramentinu. Á móti kemur að staðfest hefur verið að keppni á Spa brautinni í Belgíu verður endurvakin eftir eins árs hlé, þar sem endurbætur voru gerðar á gömlu brautinni. Formúla 1 29. ágúst 2006 16:00
Orðrómur á kreiki um drykkjuskap Raikkönen Síðustu daga hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki á vefsíðum sem tengjast Formúlu 1 að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur eftir kappaksturinn í Ungverjalandi á dögunum. Raikkönen var sagður hafa týnt peningaveski sínum með nokkrum fjármunum, ökuskírteini sínu og vegabréfi, en sumir vilja meina að lögreglan hafi tekið það af honum eftir að hann var handtekinn. Formúla 1 24. ágúst 2006 13:54
Alonso ætlar að auka forskot sitt Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn. Formúla 1 21. ágúst 2006 16:32
Villenueve ræðst hart að Schumacher Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Formúla 1 18. ágúst 2006 15:45
Samningar í höfn við Indanapolis Nú er ljóst að Formúla 1 verður áfram í boði í Bandaríkjunum, í það minnsta í eitt ár í viðbót, eftir að forráðamenn Indianapolis-kappakstursins náðu samkomulagi við Bernie Ecclestone um mótshald þar á næsta ári. Formúla 1 17. ágúst 2006 20:18
Schumacher þénar sem aldrei fyrr Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Formúla 1 16. ágúst 2006 16:54
Montoya leiddist hjá McLaren Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast. Formúla 1 14. ágúst 2006 20:45
Schumacher er seigur í boltanum Michael Schumacher sést hér í góðgerðarknattspyrnuleik sem fór fram á Ferenc Puskas vellinum í Budapest í Ungverjalandi. Þar áttust við ökuþórar úr Formúlu 1 og ungverska stjörnuliðið. Fjórir dagar eru nú þangað til ungverski kappaksturinn hefst. Formúla 1 2. ágúst 2006 20:39
Schumacher sigrar þýska kappaksturinn Michael Schumacher hefur glætt vonir sínar á sigri í heildarkeppni ökuþóra, með því að vinna þýska kappaksturinn í dag á Ferrari bifreið sinni. Hann minkaði forskot Fernando Alonso niður í 11 stig. Alonso lennti í fimmta sæti á Renault. Formúla 1 30. júlí 2006 14:02
Räikkönen á ráspól Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen hjá McLaren vann í dag ráspól í tímatökum Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi. Formúla 1 29. júlí 2006 20:52
Schumacher í stuði á heimavelli Michael Schumacher sendi heimsmeistaranum Fernando Alonso skýr skilaboð á æfingu fyrir Þýskalandskappaksturinn í dag þegar hann náði bestum tíma allra aðalökumanna á Hockenheim brautinni á æfingum. Alonso náði fimmtánda besta tímanum. Formúla 1 28. júlí 2006 17:31
Hefur ekki áhyggjur af áhlaupi Ferrari Heimsmeistarinn Fernando Alonso í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur þó Michael Schumacher og Ferrari hafi unnið tvær síðustu keppnir og eigi þá næstu á heimavelli hans, Hockenheim-brautinni í Þýskalandi. Formúla 1 24. júlí 2006 16:06
Renault hefur áhuga á Raikkönen Forráðamenn Renault-liðsins í formúlu 1 segja það ekkert leyndarmál að þeir hafi mikinn áhuga á að fá finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig á næsta keppnistímabili þegar heimsmeistarinn Fernando Alonso gengur í raðir McLaren. Formúla 1 19. júlí 2006 18:03
Montoya er á sínu síðasta tímabili í Formúlu 1 Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samningur Montoya við McLaren liðið rennur út á þessu ári og ætlar kappinn að reyna fyrir sér í Nascar í Bandaríkjunum. Sport 9. júlí 2006 19:13
Bridgestone sér um alla hjólbarða árið 2008 Forráðamenn japanska dekkjaframleiðandans Bridgestone hafa undirritað samning sem tryggir að framleiðandinn skaffar öllum keppnisliðunum dekk á heimsmeistaramótinu árið 2008. Michelin hættir að skaffa dekk í formúlu eitt eftir yfirstandandi tímabil, en þar á bæ eru menn mjög ósáttir við starfshætti í íþróttinni og segja hana mismuna dekkjaframleiðendum. Sport 5. júlí 2006 14:06
Enn vinnur Alonso Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Kanadakappakstrinum sem fram fór í Montreal í dag, en þetta var fyrsti sigur hans í Norður-Ameríku á ferlinum. Alonso leiddi frá upphafi til enda og Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti. Kimi Raikkönen varð þriðji og félagi Alonso, Giancarlo Fisichella, kom þar á eftir í fjórða sætinu. Þetta var fimmti sigur Spánverjans unga í röð og er heldur hann því góðu forskoti sínu í stigakeppni ökumanna. Sport 25. júní 2006 18:50
Fimmti ráspóllinn í röð hjá Alonso Heimsmeistarinn Fernando Alonso verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er á ráspól í þessari keppni, en í fimmta skipti í röð á þessu keppnistímabili sem hann ræsir fyrstur. Sport 24. júní 2006 20:31
Renault í sérflokki á lokaæfingum í Montreal Renault-ökumennirnir Fernando Alonso og Giancarlo Fisichella náðu bestum tíma allra á lokaæfingunum fyrir tímatökurnar í Montreal-kappakstrinum. Heimsmeistarinn Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Kanada, en hefur verið í fantaformi á æfingunum og er til alls líklegur í þetta sinn. Sport 24. júní 2006 16:05
Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Sport 23. júní 2006 15:05
Fisichella áfram hjá Renault Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili. Sport 15. júní 2006 14:28
Stjóri McLaren ánægður með Alonso Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili. Sport 13. júní 2006 14:15
Alonso á ráspól á Silverstone Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault verður á ráspól í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni á morgun. Alonso skaust naumlega fram úr Michael Schumacher og Kimi Raikkönen á lokasprettinum, en félagi Schumacher, Felipe Massa, náði fjórða besta tímanum. Sport 10. júní 2006 13:01
Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið. Sport 6. júní 2006 16:31
Schumacher langt frá því að gefast upp Þýski ökuþórinn Michael Schumacher hjá Ferrari er langt frá því að ætla að leggja árar í bát þó hann hafi orðið fyrir mótlæti í Mónakókappakstrinum um síðustu helgi og ætlar að byggja á góðum akstri sínum, sem skilaði honum í fimmta sæti þó hann hefði þurft að ræsa síðastur í upphafi keppni. Sport 30. maí 2006 15:18
Lætur gagnrýnendur heyra það Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher heldur stöðugt fram sakleysi sínu eftir atburðina í tímatökunum í Mónakó í gær. Schumacher var færður aftast í rásröðina í dag fyrir vikið, en hann náði engu að síður fimmta sætinu með ótrúlegum akstri. Sport 28. maí 2006 17:04